FC Ísland fékk peppræðu frá Röggu Gísla: Allt í hausnum en ekki í bumbunni á ykkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 17:00 Ragga Gísla hélt alvöru ræðu. Skjámynd/S2 Annar þátturinn af FC Ísland var sýndur á Stöð 2 í gær en þar fylgjumst við með mörgum af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands ferðast um allt land og skora á knattspyrnulið í góðgerðarleik til styrktar málefnum í hverju sveitarfélagi. Í þætti tvö er komið að leik FC Íslands á móti ÍA eins og áður eru mótherjarnir fyrrverandi knattspyrnumenn af þeim stað sem spilar er á. Lið FC Ísland hafði farið í sneypuför til Vestmannaeyja í fyrsta leik og það þurfti að gera breytingar. Ragnheiður Gísladóttir söngkonan peppaði strákana fyrir leikinn á móti ÍA en þjálfarinn Tómas Ingi Tómasson tók út leikbann í leiknum eftir rautt spjald í Eyjum. „Það var óvænt atvik sem átti sér stað þegar það var keyrt í veg fyrir okkur,“ sagði Bjarnólfur Lárusson en rúta strákanna var stoppuð áður en þeir komu í Hvalfjarðargöngin. „Svo labbar Ragga Gísla inn í rútu til okkar og tekur þessa peppræðu sem við þurftum svo sannarlega á að halda eftir Eyjaleikinn,“ sagði Bjarnólfur. „Strákar, fyrirgefið. Ég verð bara að koma með nokkra punkta hérna. Ekki hugsa um Eyjaleikinn í síðustu viku. Þetta var bara skítaleikur en í kvöld er gigg með nýjum leik og þið eruð að fara að vinna þennan leik,“ sagði Ragga Gísla. „Þetta er allt í hausnum á ykkur en ekki í bumbunni og hliðarkekkjunum. Þið eruð sigurvegarar,“ sagði Ragga Gísla. Logi Ólafsson kom inn hjá FH-ingum í Pepsi Max deildinni í sumar en áður hafði hann komið inn og tekið við þjálfun FC Ísland í þessum leik upp á Skaga. Tómas Ingi kemur síðan úr banni í næsta leik á eftir. Hver leikur er eins og áður sagði styrktarleikur fyrir málefni í hverju sveitarfélagi og að þessu sinni var safnað fyrir Minningarsjóð Lovísu Hrundar. Klippa: Peppræða Röggu Gísla - FC Ísland Minningarsjóður Lovísu Hrundar Lovísa Hrund Svavarsdóttir lést þann 6. apríl síðastliðinn í hörðum árekstri á Akrafjallsvegi. Drukkinn ökumaður sem kom úr gagnstæðri átt keyrði í veg fyrir hana með þeim afleiðingum að hún lést samstundis, aðeins 17 ára gömul. Minningarsjóður Lovísu Hrundar Kennitala: 490813-0200 Reikningur: 552-14-408000 Sýna minna Fótbolti Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Sjá meira
Annar þátturinn af FC Ísland var sýndur á Stöð 2 í gær en þar fylgjumst við með mörgum af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands ferðast um allt land og skora á knattspyrnulið í góðgerðarleik til styrktar málefnum í hverju sveitarfélagi. Í þætti tvö er komið að leik FC Íslands á móti ÍA eins og áður eru mótherjarnir fyrrverandi knattspyrnumenn af þeim stað sem spilar er á. Lið FC Ísland hafði farið í sneypuför til Vestmannaeyja í fyrsta leik og það þurfti að gera breytingar. Ragnheiður Gísladóttir söngkonan peppaði strákana fyrir leikinn á móti ÍA en þjálfarinn Tómas Ingi Tómasson tók út leikbann í leiknum eftir rautt spjald í Eyjum. „Það var óvænt atvik sem átti sér stað þegar það var keyrt í veg fyrir okkur,“ sagði Bjarnólfur Lárusson en rúta strákanna var stoppuð áður en þeir komu í Hvalfjarðargöngin. „Svo labbar Ragga Gísla inn í rútu til okkar og tekur þessa peppræðu sem við þurftum svo sannarlega á að halda eftir Eyjaleikinn,“ sagði Bjarnólfur. „Strákar, fyrirgefið. Ég verð bara að koma með nokkra punkta hérna. Ekki hugsa um Eyjaleikinn í síðustu viku. Þetta var bara skítaleikur en í kvöld er gigg með nýjum leik og þið eruð að fara að vinna þennan leik,“ sagði Ragga Gísla. „Þetta er allt í hausnum á ykkur en ekki í bumbunni og hliðarkekkjunum. Þið eruð sigurvegarar,“ sagði Ragga Gísla. Logi Ólafsson kom inn hjá FH-ingum í Pepsi Max deildinni í sumar en áður hafði hann komið inn og tekið við þjálfun FC Ísland í þessum leik upp á Skaga. Tómas Ingi kemur síðan úr banni í næsta leik á eftir. Hver leikur er eins og áður sagði styrktarleikur fyrir málefni í hverju sveitarfélagi og að þessu sinni var safnað fyrir Minningarsjóð Lovísu Hrundar. Klippa: Peppræða Röggu Gísla - FC Ísland Minningarsjóður Lovísu Hrundar Lovísa Hrund Svavarsdóttir lést þann 6. apríl síðastliðinn í hörðum árekstri á Akrafjallsvegi. Drukkinn ökumaður sem kom úr gagnstæðri átt keyrði í veg fyrir hana með þeim afleiðingum að hún lést samstundis, aðeins 17 ára gömul. Minningarsjóður Lovísu Hrundar Kennitala: 490813-0200 Reikningur: 552-14-408000 Sýna minna
Fótbolti Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Sjá meira