Neymar og Messi töluðu saman um að spila aftur saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 08:00 Lionel Messi og Neymar er góðir vinir frá dögum sínum saman hjá Barcelona. EPA/KIMIMASA MAYAMA Brasilíumaðurinn Neymar reyndi að sannfæra Lionel Messi um að koma frekar í Paris Saint Germain í staðinn fyrir að fara til Manchester City. ESPN segir frá því að miðillinn hafi heimildir fyrir því að Neymar hringdi í Lionel Messi í gær og ræddi möguleikann á því að Messi kæmi frekar til Paris Saint Germain. Framtíð Lionel Messi hefur verið á milli tannanna á fólki eftir að hann tilkynnti Barcelona það á þriðjudaginn að hann væri á förum frá félaginu. Imagine Mbappe, Neymar and Messi in the same team. Paris Saint-Germain are closely monitoring the situation around Lionel Messi, sources have told ESPN.https://t.co/bACSsQTdex— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 27, 2020 Paris Saint Germain er eitt af þeim félögum sem hafa efni á því að fá Lionel Messi og forráðamenn félagsins eru að fylgjast náið með þróun mála. PSG hefur samt ekki enn haft samband við Jorge föður Messi sem er líka umboðsmaðurinn hans. Neymar er aftur á móti byrjaður að vinna sjálfur í því að fá Lionel Messi til Parísar. Neymar fór frá Messi og Barcelona árið 2017 en hefur alltaf verið í góðu sambandi við Messi. Gott dæmi um það var í fyrra þegar Lionel Messi reyndi að pressa á það að Barcelona fengi Neymar aftur til baka. Það gekk ekki eftir enda keypti PSG Brasilíumanninn á sínum tíma á 222 milljónir evra. Neymar er ekki eini leikmaður Paris Saint Germain sem hefur talað við Messi því það hefur Angel Di Maria einnig gert en þeir spila saman í argentínska landsliðinu. #Espn Brasil: "#Messi chiama #Neymar per portarlo al #ManchesterCity" https://t.co/xeqcySXhkR— Tuttosport (@tuttosport) August 26, 2020 Neymar er staddur í sumarfríi á Ibiza með fjölskyldu sinni en þar eru líka aðrir leikmenn PSG eins og Di Maria, Keylor Navas og Mauro Icardi. Það má búast við því að þeir hafi eitthvað talað saman um Messi síðan á þriðjudaginn. PSG er fjársterkt félag eins og Manchester City og félagið er líka að „losna“ við menn eins og Edinson Cavani, Thiago Silva, Eric Maxim Choupo-Moting og Thomas Meunier af launaskrá. Það ætti því að vera hægt að bjóða Messi góð laun þar á bæ. Stóra málið er hvort Messi geti fengið sig lausan frá samningi sínum eins og hann telur sjálfur eða hvort félögin sem keppast nú um hann þurfi að borga fyrir hann stóra upphæð. Það kostar 700 milljónir evra að kaupa upp samninginn og enginn er að fara að borga það fyrir 33 ára gamlan leikmann þótt að hann sé Lionel Messi. watch on YouTube Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar reyndi að sannfæra Lionel Messi um að koma frekar í Paris Saint Germain í staðinn fyrir að fara til Manchester City. ESPN segir frá því að miðillinn hafi heimildir fyrir því að Neymar hringdi í Lionel Messi í gær og ræddi möguleikann á því að Messi kæmi frekar til Paris Saint Germain. Framtíð Lionel Messi hefur verið á milli tannanna á fólki eftir að hann tilkynnti Barcelona það á þriðjudaginn að hann væri á förum frá félaginu. Imagine Mbappe, Neymar and Messi in the same team. Paris Saint-Germain are closely monitoring the situation around Lionel Messi, sources have told ESPN.https://t.co/bACSsQTdex— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 27, 2020 Paris Saint Germain er eitt af þeim félögum sem hafa efni á því að fá Lionel Messi og forráðamenn félagsins eru að fylgjast náið með þróun mála. PSG hefur samt ekki enn haft samband við Jorge föður Messi sem er líka umboðsmaðurinn hans. Neymar er aftur á móti byrjaður að vinna sjálfur í því að fá Lionel Messi til Parísar. Neymar fór frá Messi og Barcelona árið 2017 en hefur alltaf verið í góðu sambandi við Messi. Gott dæmi um það var í fyrra þegar Lionel Messi reyndi að pressa á það að Barcelona fengi Neymar aftur til baka. Það gekk ekki eftir enda keypti PSG Brasilíumanninn á sínum tíma á 222 milljónir evra. Neymar er ekki eini leikmaður Paris Saint Germain sem hefur talað við Messi því það hefur Angel Di Maria einnig gert en þeir spila saman í argentínska landsliðinu. #Espn Brasil: "#Messi chiama #Neymar per portarlo al #ManchesterCity" https://t.co/xeqcySXhkR— Tuttosport (@tuttosport) August 26, 2020 Neymar er staddur í sumarfríi á Ibiza með fjölskyldu sinni en þar eru líka aðrir leikmenn PSG eins og Di Maria, Keylor Navas og Mauro Icardi. Það má búast við því að þeir hafi eitthvað talað saman um Messi síðan á þriðjudaginn. PSG er fjársterkt félag eins og Manchester City og félagið er líka að „losna“ við menn eins og Edinson Cavani, Thiago Silva, Eric Maxim Choupo-Moting og Thomas Meunier af launaskrá. Það ætti því að vera hægt að bjóða Messi góð laun þar á bæ. Stóra málið er hvort Messi geti fengið sig lausan frá samningi sínum eins og hann telur sjálfur eða hvort félögin sem keppast nú um hann þurfi að borga fyrir hann stóra upphæð. Það kostar 700 milljónir evra að kaupa upp samninginn og enginn er að fara að borga það fyrir 33 ára gamlan leikmann þótt að hann sé Lionel Messi. watch on YouTube
Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Sjá meira