"Lag á dag“ frá matreiðslumeistara í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. maí 2020 19:30 „Lag á dag“ hefur verið þemaverkefni matreiðslumeistara í Þorlákshöfn síðustu sextíu og fjóra daga, eða eftir að hann missti vinnuna vegna kórónuveirunnar. Hann segir að tónlistin, sem hann streymir á Facebook á hverjum degi hafi bjargað geðheilsu sinni. Ásgeir Kristján Guðmundsson frá Flateyri býr í Þorlákshöfn með fjölskyldu sinni, tveimur hundum og ketti. Ásgeir, sem er matreiðslumeistari og hefur starfað í Litlu Kaffistofunni missti vinnuna í upphafi kórónuveirufaraldursins og er enn atvinnulaus. Hann er líka trúbador og ákvað strax að gera eitthvað jákvætt í atvinnuleysinu á hverjum degi og þá var það gítarinn og söngurinn, „Eitt lag á dag“ á Facebook. „Ég tók upp hjá sjálfum mér að gera „Lag á dag“ og það hefur fengið mjög góð viðbrögð. Fólk er að senda mér til baka að það hjálpi sér í leiðindunum. Þetta er orðnir held ég 64 dagar núna, þannig að það eru komin 64 lög. Svo þegar maður verður búin með það sem maður kann þá þarf maður að æfa nýtt, þannig að þetta er svona vinn, vinn,“ segir Ásgeir. Ásgeir segist alltaf spila nýtt lag á hverjum degi, hann hefur aldrei spilað sama lagið tvisvar. „Nei, ég reyni að sleppa því, ég held bókhald yfir það þannig að ég reyni að ruglast ekki. Þetta hefur algjörlega bjargað geðheilsunni minni á þessum skrýtnu tímum, vakna á morgnanna og huga um þetta“ segir hann.Ásgeir er atvinnulaus en vonast til að fá einhverja dagvinnu á næstu dögum eða vikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Ásgeir að spila lengi í viðbót lag á dag? „Þangað til að ég verð komin með dagvinnu, ég ætla að reyna að standa við það. Ef það verður langt þá verður það svaka prógramm, ég get spilað heilu sólarhringana þá“, segir Ásgeir og hlær. En einhverjir nenna ekki að hlusta á hann lengur og útvega honum vinnu, hættir hann þá? „Já, það er mjög gott, ef þér finnst þetta leiðinlegt þá er bara að ráða mig. Ég er til í að skoða allt, nema að koma nakinn fram eins og Stuðmenn sögðu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Lag á dag“ hefur verið þemaverkefni matreiðslumeistara í Þorlákshöfn síðustu sextíu og fjóra daga, eða eftir að hann missti vinnuna vegna kórónuveirunnar. Hann segir að tónlistin, sem hann streymir á Facebook á hverjum degi hafi bjargað geðheilsu sinni. Ásgeir Kristján Guðmundsson frá Flateyri býr í Þorlákshöfn með fjölskyldu sinni, tveimur hundum og ketti. Ásgeir, sem er matreiðslumeistari og hefur starfað í Litlu Kaffistofunni missti vinnuna í upphafi kórónuveirufaraldursins og er enn atvinnulaus. Hann er líka trúbador og ákvað strax að gera eitthvað jákvætt í atvinnuleysinu á hverjum degi og þá var það gítarinn og söngurinn, „Eitt lag á dag“ á Facebook. „Ég tók upp hjá sjálfum mér að gera „Lag á dag“ og það hefur fengið mjög góð viðbrögð. Fólk er að senda mér til baka að það hjálpi sér í leiðindunum. Þetta er orðnir held ég 64 dagar núna, þannig að það eru komin 64 lög. Svo þegar maður verður búin með það sem maður kann þá þarf maður að æfa nýtt, þannig að þetta er svona vinn, vinn,“ segir Ásgeir. Ásgeir segist alltaf spila nýtt lag á hverjum degi, hann hefur aldrei spilað sama lagið tvisvar. „Nei, ég reyni að sleppa því, ég held bókhald yfir það þannig að ég reyni að ruglast ekki. Þetta hefur algjörlega bjargað geðheilsunni minni á þessum skrýtnu tímum, vakna á morgnanna og huga um þetta“ segir hann.Ásgeir er atvinnulaus en vonast til að fá einhverja dagvinnu á næstu dögum eða vikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Ásgeir að spila lengi í viðbót lag á dag? „Þangað til að ég verð komin með dagvinnu, ég ætla að reyna að standa við það. Ef það verður langt þá verður það svaka prógramm, ég get spilað heilu sólarhringana þá“, segir Ásgeir og hlær. En einhverjir nenna ekki að hlusta á hann lengur og útvega honum vinnu, hættir hann þá? „Já, það er mjög gott, ef þér finnst þetta leiðinlegt þá er bara að ráða mig. Ég er til í að skoða allt, nema að koma nakinn fram eins og Stuðmenn sögðu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent