Reglunum breytt eftir undanþágu Slóvaka | Enska landsliðið skikkað í skimun Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 14:43 Marcus Rashford, Harry Kane og Raheem Sterling þurfa að fara í skimun á Keflavíkurflugvelli. VÍSIR/GETTY Enska karlalandsliðið í fótbolta, sem og önnur erlend íþróttalið sem koma til Íslands, þurfa hér eftir að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Slóvakíska liðið Dunajská Streda lenti á Íslandi í fyrradag, vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta í dag, og hafði hópurinn fengið undanþágu frá skimun. Líkt og önnur erlend íþróttalið sem hingað koma hefur liðið svo verið í svokallaðri vinnustaðasóttkví sem þýðir að liðið má æfa saman og spila leikinn við FH. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði á upplýsingafundi í dag að nú væri búið að breyta reglunum svo að öll íþróttalið sem hingað kæmu yrðu skylduð til að fara í skimun. „Ekki gott mál“ „Almennt í þessum vinnustaðasóttkvíarúrræðum þá krefst vinnuveitandi eða verkkaupi hér á landi þess yfirleitt að fólk sem komi á þessu forsendum fari í skimun. Það hefur ekki verið krafa frá okkur, enda er valið samkvæmt reglugerð,“ sagði Kamilla. „Hins vegar er ekki gott mál að þarna kemur stór hópur manna sem hefur ekki farið í skimun á landamærunum. Vissulega hafa þeir farið í skimun fyrir nokkrum dögum samkvæmt reglugerð UEFA, og enginn í þeirra hópi var jákvæður, svo þeir eru ekki í tengslum við tilfelli svo að vitað sé. Þeirra undanþága gildir. Hins vegar er búið að skýra það með lögfræðingum ráðuneytisins að við megum setja sérstakar reglur í ákveðin vinnustaðasóttkvíarúrræði, og því hefur verið breytt. Hér eftir, ef það koma íþróttalið á svona undanþágu, þá verða þau að fara í skimun. Annars fellur undanþágan úr gildi og þá fyrirgera þau rétti sínum til að leika hér við íslensk lið,“ sagði Kamilla. Aðspurð hvort að FH-ingar færu í skimun eftir leikinn í dag sagði Kamilla að ekki yrði gerð krafa um það: „Þeir fara ekki í sóttkví, nema að það komi upp smit í röðum leikmannanna sem þeir eru að fara að spila við.“ Fótbolti Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA FH Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. 26. ágúst 2020 16:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Enska karlalandsliðið í fótbolta, sem og önnur erlend íþróttalið sem koma til Íslands, þurfa hér eftir að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Slóvakíska liðið Dunajská Streda lenti á Íslandi í fyrradag, vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta í dag, og hafði hópurinn fengið undanþágu frá skimun. Líkt og önnur erlend íþróttalið sem hingað koma hefur liðið svo verið í svokallaðri vinnustaðasóttkví sem þýðir að liðið má æfa saman og spila leikinn við FH. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði á upplýsingafundi í dag að nú væri búið að breyta reglunum svo að öll íþróttalið sem hingað kæmu yrðu skylduð til að fara í skimun. „Ekki gott mál“ „Almennt í þessum vinnustaðasóttkvíarúrræðum þá krefst vinnuveitandi eða verkkaupi hér á landi þess yfirleitt að fólk sem komi á þessu forsendum fari í skimun. Það hefur ekki verið krafa frá okkur, enda er valið samkvæmt reglugerð,“ sagði Kamilla. „Hins vegar er ekki gott mál að þarna kemur stór hópur manna sem hefur ekki farið í skimun á landamærunum. Vissulega hafa þeir farið í skimun fyrir nokkrum dögum samkvæmt reglugerð UEFA, og enginn í þeirra hópi var jákvæður, svo þeir eru ekki í tengslum við tilfelli svo að vitað sé. Þeirra undanþága gildir. Hins vegar er búið að skýra það með lögfræðingum ráðuneytisins að við megum setja sérstakar reglur í ákveðin vinnustaðasóttkvíarúrræði, og því hefur verið breytt. Hér eftir, ef það koma íþróttalið á svona undanþágu, þá verða þau að fara í skimun. Annars fellur undanþágan úr gildi og þá fyrirgera þau rétti sínum til að leika hér við íslensk lið,“ sagði Kamilla. Aðspurð hvort að FH-ingar færu í skimun eftir leikinn í dag sagði Kamilla að ekki yrði gerð krafa um það: „Þeir fara ekki í sóttkví, nema að það komi upp smit í röðum leikmannanna sem þeir eru að fara að spila við.“
Fótbolti Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA FH Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. 26. ágúst 2020 16:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. 26. ágúst 2020 16:30