Erlent

Morðingja Lennon neitað um reynslulausn í ellefta sinn

Andri Eysteinsson skrifar
Mark David Chapman, maðurinn sem skaut John Lennon til bana.
Mark David Chapman, maðurinn sem skaut John Lennon til bana. Vísir/AP

Fangelsisyfirvöld í New York-ríki hafa hafnað reynslulausnarbeiðni Mark David Chapman, mannsins sem skaut Bítilinn John Lennon til bana árið 1980. Um er að ræða ellefta skiptið sem ekki er gengið að óskum hins 65 ára gamla Chapman.

Chapman færði rök fyrir máli sínu fyrir nefnd 19. ágúst síðastliðinn í Wende fangelsinu austur af borginni Buffalo. Þar hefur hann afplánað lífstíðardóm sem hann hlaut fyrir morðið sem hann framdi 8. desember 1980, nokkrum klukkustundum eftir að Lennon hafði áritað fyrir hann plötu.

Chapman sótti fyrst um reynslulausn eftir að hafa afplánað í 20 ár árið 2000 og hefur hann sótt um á tveggja ára fresti síðan þá. Chapman segist sjá meira og meira eftir morðinu eftir því sem árin líða en farið verður yfir möguleika hans á reynslulausn í ágúst 2022.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×