Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Olympique Lyon eru komnar í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem þær mæta Paris Saint-Germain annað kvöld.
Sara Björk Gunnarsdóttir var þarna að spila sinn fyrsta Meistaradeildarleik með Olympique Lyon en hún kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar staðan var 1-0. Lyon komst síðan í 2-0 áður en Bayern minnkaði muninn.
Olympique Lyon sýndi svipmyndir frá þessu degi í myndbandi á samfélagsmiðlum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan.
Entrez en immersion au c ur du groupe de l'OL Féminin lors de son voyage à Bilbao pour les quarts de finale d'@UWCL !
— OL Féminin (@OLfeminin) August 24, 2020
Pour le découvrir en intégralité https://t.co/i8Fqx2JUXN pic.twitter.com/zbNf52KBbH
Í myndbandinu er sýnt frá ferðalaginu á leikinn, búningsklefanum og blaðamannafundinum fyrir leikinn. Þar er einnig sýnt frá liðsfundinum og samstöðuna í klefanum fyrir leikinn.
Það þarf hins vegar að kaupa sér aðgang að OLPLAY, vefsjónvarpi Lyon liðsins, til að sjá lengri útgáfu og fögnuð stelpnanna í klefanum eftir leikinn.
Hér fyrir neðan má sjá sviðmyndir frá æfingu liðsins.
Jeu collectif pour nos Lyonnaises à J-2 de la demi-finale d @UWCL ! #PSGOL pic.twitter.com/vajiiF3j0p
— OL Féminin (@OLfeminin) August 24, 2020
Mótherjarnir í undanúrslitum er lið Paris Saint-Germain og fer sá leikur fram annað kvöld. Hinn undanúrslitaleikurinn, á milli VfL Wolfsburg og Barcelona fer aftur á móti fram í kvöld.
Leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsending frá leik Wolfsburg og Barcelona klukkan 18.50 í kvöld.