Innlent

Allir kennarar Barnaskólans í Reykjavík í sóttkví

Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
visir-img
Vísir/Hanna

Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví.

Ekki verður hægt að hefja skólastarf með eðlilegum hætti.

„Nei, það er búið að senda alla kennarana okkar í sóttkví,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, sem rekur skólann, í samtali við fréttastofu. Fyrst var sagt frá málinu á vef DV.

„Við stefnum að því að vera með frístundina opna og erum að reyna að finna leiðir til þess að vera með fimm ára starfið.“

„Við erum bara að skoða eins og staðan er núna hvað við getum gert til að koma til móts við foreldra. Þetta er auðvitað bara hrikalegt, þetta er bara hræðilegt.“

Unnið er að því að hægt verði að vera með einhvers konar fjarkennslu, í það minnsta fyrir elstu nemendurna, svo framarlega sem kennarar eru með heilsu. Ítarlegri svara um tilhögun skólastarfs er að vænta á næstu dögum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×