Barcelona marði Atletico | Wolfsburg skoraði níu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 18:10 Pernille Harder (t.h.) fór á kostum í dag er Wolfsburg tryggði sér sæti í undanúrslitum. EPA-EFE/Vincent West Nú er tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið er ljóst að Barcelona og Wolfsburg eru komn í undanúrslit. Barcelona vann Atletico Madrid 1-0 á meðan Wolfsburg vann Glasgow City 9-1. Atletico Madrid og Barcelona áttust við á San Mamés-vellinum, heimavelli Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Börsungar eru ríkjandi Spánarmeistarar en Atletico var eitt fárra liða sem veitti þeim einhverja samkeppni í vetur. Börsungar voru mikið mun sterkari aðilinn í dag. Þær sóttu og sóttu á meðan Atletico spilaði gífurlega agaðan varnarleik. Ljóst að bæði karla- og kvennalið Atletico leggja mikið upp úr skipulögðum og öguðum varnarleik. Sigurmarkið kom á 80. mínútu en það gerði Kheira Hamraoui á 80. mínútu. Eftir fyrirgjöf frá hægri þá datt boltinn fyrir Hamraoui sem skoraði með góðu skoti niðri í nærhornið. Fleiri urðu mörkin ekki og Börsungar því komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. @AtletiFemenino @FCBfemeni #UWCL pic.twitter.com/vfesEE8H7I— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Liðið stefnir á að stöðva einokun Lyon en franska félagið hefur unnið deildina undanfarin fjögur ár. Það þarf þó fyrst að leggja Wolfsburg af velli en þær léku í hinum undanúrslitaleik dagsins. Wolfsburg vann stórsigur á Glasgow City. Sá leikur var langt frá því að vera álíka jafn og leikur Atletico og Börsunga. Leiknum lauk með 9-1 sigri Þýskalandsmeistaranna en þær voru 4-0 yfir í hálfleik. Danska landsliðskonan Pernille Harder gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk. Ingrid Syrstad Engen gerði tvö og Felicitas Rauch skoraði eitt. Þá urðu þær Leanne Ross og Jenna Clark fyrir því óláni að skora sjálfsmörk þegar lítið var eftir af leiknum. Nine #UWCL goals for Harder this season, a personal European best. pic.twitter.com/28ofLpYZUQ— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Mark Glasgow gerði Lauren Wade en hún lék með Þrótti Reykjavík síðasta sumar er þær tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild kvenna. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Nú er tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið er ljóst að Barcelona og Wolfsburg eru komn í undanúrslit. Barcelona vann Atletico Madrid 1-0 á meðan Wolfsburg vann Glasgow City 9-1. Atletico Madrid og Barcelona áttust við á San Mamés-vellinum, heimavelli Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Börsungar eru ríkjandi Spánarmeistarar en Atletico var eitt fárra liða sem veitti þeim einhverja samkeppni í vetur. Börsungar voru mikið mun sterkari aðilinn í dag. Þær sóttu og sóttu á meðan Atletico spilaði gífurlega agaðan varnarleik. Ljóst að bæði karla- og kvennalið Atletico leggja mikið upp úr skipulögðum og öguðum varnarleik. Sigurmarkið kom á 80. mínútu en það gerði Kheira Hamraoui á 80. mínútu. Eftir fyrirgjöf frá hægri þá datt boltinn fyrir Hamraoui sem skoraði með góðu skoti niðri í nærhornið. Fleiri urðu mörkin ekki og Börsungar því komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. @AtletiFemenino @FCBfemeni #UWCL pic.twitter.com/vfesEE8H7I— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Liðið stefnir á að stöðva einokun Lyon en franska félagið hefur unnið deildina undanfarin fjögur ár. Það þarf þó fyrst að leggja Wolfsburg af velli en þær léku í hinum undanúrslitaleik dagsins. Wolfsburg vann stórsigur á Glasgow City. Sá leikur var langt frá því að vera álíka jafn og leikur Atletico og Börsunga. Leiknum lauk með 9-1 sigri Þýskalandsmeistaranna en þær voru 4-0 yfir í hálfleik. Danska landsliðskonan Pernille Harder gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk. Ingrid Syrstad Engen gerði tvö og Felicitas Rauch skoraði eitt. Þá urðu þær Leanne Ross og Jenna Clark fyrir því óláni að skora sjálfsmörk þegar lítið var eftir af leiknum. Nine #UWCL goals for Harder this season, a personal European best. pic.twitter.com/28ofLpYZUQ— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Mark Glasgow gerði Lauren Wade en hún lék með Þrótti Reykjavík síðasta sumar er þær tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild kvenna.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira