Barcelona marði Atletico | Wolfsburg skoraði níu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 18:10 Pernille Harder (t.h.) fór á kostum í dag er Wolfsburg tryggði sér sæti í undanúrslitum. EPA-EFE/Vincent West Nú er tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið er ljóst að Barcelona og Wolfsburg eru komn í undanúrslit. Barcelona vann Atletico Madrid 1-0 á meðan Wolfsburg vann Glasgow City 9-1. Atletico Madrid og Barcelona áttust við á San Mamés-vellinum, heimavelli Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Börsungar eru ríkjandi Spánarmeistarar en Atletico var eitt fárra liða sem veitti þeim einhverja samkeppni í vetur. Börsungar voru mikið mun sterkari aðilinn í dag. Þær sóttu og sóttu á meðan Atletico spilaði gífurlega agaðan varnarleik. Ljóst að bæði karla- og kvennalið Atletico leggja mikið upp úr skipulögðum og öguðum varnarleik. Sigurmarkið kom á 80. mínútu en það gerði Kheira Hamraoui á 80. mínútu. Eftir fyrirgjöf frá hægri þá datt boltinn fyrir Hamraoui sem skoraði með góðu skoti niðri í nærhornið. Fleiri urðu mörkin ekki og Börsungar því komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. @AtletiFemenino @FCBfemeni #UWCL pic.twitter.com/vfesEE8H7I— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Liðið stefnir á að stöðva einokun Lyon en franska félagið hefur unnið deildina undanfarin fjögur ár. Það þarf þó fyrst að leggja Wolfsburg af velli en þær léku í hinum undanúrslitaleik dagsins. Wolfsburg vann stórsigur á Glasgow City. Sá leikur var langt frá því að vera álíka jafn og leikur Atletico og Börsunga. Leiknum lauk með 9-1 sigri Þýskalandsmeistaranna en þær voru 4-0 yfir í hálfleik. Danska landsliðskonan Pernille Harder gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk. Ingrid Syrstad Engen gerði tvö og Felicitas Rauch skoraði eitt. Þá urðu þær Leanne Ross og Jenna Clark fyrir því óláni að skora sjálfsmörk þegar lítið var eftir af leiknum. Nine #UWCL goals for Harder this season, a personal European best. pic.twitter.com/28ofLpYZUQ— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Mark Glasgow gerði Lauren Wade en hún lék með Þrótti Reykjavík síðasta sumar er þær tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild kvenna. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Nú er tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið er ljóst að Barcelona og Wolfsburg eru komn í undanúrslit. Barcelona vann Atletico Madrid 1-0 á meðan Wolfsburg vann Glasgow City 9-1. Atletico Madrid og Barcelona áttust við á San Mamés-vellinum, heimavelli Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Börsungar eru ríkjandi Spánarmeistarar en Atletico var eitt fárra liða sem veitti þeim einhverja samkeppni í vetur. Börsungar voru mikið mun sterkari aðilinn í dag. Þær sóttu og sóttu á meðan Atletico spilaði gífurlega agaðan varnarleik. Ljóst að bæði karla- og kvennalið Atletico leggja mikið upp úr skipulögðum og öguðum varnarleik. Sigurmarkið kom á 80. mínútu en það gerði Kheira Hamraoui á 80. mínútu. Eftir fyrirgjöf frá hægri þá datt boltinn fyrir Hamraoui sem skoraði með góðu skoti niðri í nærhornið. Fleiri urðu mörkin ekki og Börsungar því komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. @AtletiFemenino @FCBfemeni #UWCL pic.twitter.com/vfesEE8H7I— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Liðið stefnir á að stöðva einokun Lyon en franska félagið hefur unnið deildina undanfarin fjögur ár. Það þarf þó fyrst að leggja Wolfsburg af velli en þær léku í hinum undanúrslitaleik dagsins. Wolfsburg vann stórsigur á Glasgow City. Sá leikur var langt frá því að vera álíka jafn og leikur Atletico og Börsunga. Leiknum lauk með 9-1 sigri Þýskalandsmeistaranna en þær voru 4-0 yfir í hálfleik. Danska landsliðskonan Pernille Harder gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk. Ingrid Syrstad Engen gerði tvö og Felicitas Rauch skoraði eitt. Þá urðu þær Leanne Ross og Jenna Clark fyrir því óláni að skora sjálfsmörk þegar lítið var eftir af leiknum. Nine #UWCL goals for Harder this season, a personal European best. pic.twitter.com/28ofLpYZUQ— #UWCL (@UWCL) August 21, 2020 Mark Glasgow gerði Lauren Wade en hún lék með Þrótti Reykjavík síðasta sumar er þær tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild kvenna.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti