Fótbolti

Ter Stegen: Ég veit ekkert um fótbolta

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Marc-Andre Ter Stegen.
Marc-Andre Ter Stegen. vísir/getty

Þýski knattspyrnumaðurinn Marc-André ter Stegen er af mörgum talinn besti markvörður heims en hann leikur fyrir spænska stórveldið Barcelona.

Hann kveðst vera einn af þeim knattspyrnumönnum sem fylgist afar lítið með fótbolta.

„Fólk hlær að því þegar ég segi þeim að ég viti ekkert um fótbolta. Ég horfi ekki mikið á fótbolta nema það séu góðir leikir eða að ég hafi áhuga á þeim af því að vinur minn er að spila eða eitthvað slíkt,“ segir ter Stegen.

„Ég er oft spurður að því hvað leikmenn heita og ég get ekki svarað því.“

Hann segir þó að þetta komi honum ekki í koll þegar kemur að því að undirbúa sig fyrir leiki. Hann þekki nær alltaf eiginleika andstæðinganna þó hann þekki ekki leikmenn með nöfnum.

„Það gerist oft með leikmenn í La Liga. Ég veit ekki hvað þeir heita þó ég viti hverjir þeir eru. Ég veit hvernig þeir hreyfa sig á vellinum, hvernig þeir sparka eða í hverju þeir eru góðir. Þetta er skrýtið og ég lendi oft í þessu þegar við erum að leikgreina andstæðinga,“ segir ter-Stegen.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.