„Mér finnst þetta töff en ekki tímabært“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. ágúst 2020 10:30 Selfyssingar fagna marki í sumar. vísir/daníel Margrét Lára Viðarsdóttir, segir að henni hafi litist vel á að Selfoss hafi ætlað sér gullið í Pepsi Max deild kvenna en spyr sig hvort að það hafi verið tímabært. Gengi Selfoss var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna í gærkvöldi þar sem Helena Ólafsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir fóru yfir stöðuna. Helena spurði hvort að Alfreð Elías Jóhannsson væri byrjaður að íhuga stöðu sína hjá Selfoss sem er nær fallsæti en toppnum. „Hugarfarið hans væri hrikalega vont, í þessari stöðu, ef svo væri. Ef hann væri með svona hugarfar þá gæti hann labbað út,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir. „Þetta eru vonbrigði fyrir liðið og þær gefa það út fyrir tímabilið að þær ætli sér toppsætið. Þær unnu meistari meistaranna og það gaf þeim blóð á tennurnar,“ sagði Margrét Lára og hélt áfram: „Þær eiga bikarinn eftir og eiga þar Val á heimavelli. Auðvitað eru þetta vonbrigði og vonbrigði fyrir leikmenn að koma og kannski standa ekki undir því sem þær ætluðu að standa undir en aftur; það er ágúst og fullt af leikjum eftir.“ „Ég held að þær nái ekki Breiðablik eða Val en þriðja sætið er möguleiki. Ásættanlegt eða ekki, mér finnst það ásættanlegt. Við spáðum þeim þannig en ekki þær. Spilamennskan á köflum er góð en það sýnir að þessi deild er orðin það sterk að það er mjög erfitt að koma inn og fá 1-4 leikmenn og vinna deildina.“ Margrét Lára bendir á að það taki dágóðan tíma í að búa til góð lið og bendir á toppliðin tvö. „Sjáiði bara liðið hans Þorsteins og liðið hans Péturs. Vals-liðið tók ansi mikinn tíma í að byggja það upp. Þetta tekur bara tíma og menn verða að gefa sér það. Selfoss-liðið, Íslandsmeistarar eftir eitt eða tvö ár? Já, mögulega.“ „Í ár væri það framar vonum því þetta er ekki svo auðvelt að ætla bara taka að titil á einu ári þegar þú ert að keppa við lið eins og Val og Breiðablik.“ Margrét Lára sagði þó að henni hafi litist vel á að Selfoss-liðið ætlaði sér bara alla leið en setur spurningarmerki um hvort þetta hafi verið rétti tímapunkturinn. „Mér finnst þetta töff en ekki tímabært,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Selfoss Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Pepsi Max-mörkin Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, segir að henni hafi litist vel á að Selfoss hafi ætlað sér gullið í Pepsi Max deild kvenna en spyr sig hvort að það hafi verið tímabært. Gengi Selfoss var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna í gærkvöldi þar sem Helena Ólafsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir fóru yfir stöðuna. Helena spurði hvort að Alfreð Elías Jóhannsson væri byrjaður að íhuga stöðu sína hjá Selfoss sem er nær fallsæti en toppnum. „Hugarfarið hans væri hrikalega vont, í þessari stöðu, ef svo væri. Ef hann væri með svona hugarfar þá gæti hann labbað út,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir. „Þetta eru vonbrigði fyrir liðið og þær gefa það út fyrir tímabilið að þær ætli sér toppsætið. Þær unnu meistari meistaranna og það gaf þeim blóð á tennurnar,“ sagði Margrét Lára og hélt áfram: „Þær eiga bikarinn eftir og eiga þar Val á heimavelli. Auðvitað eru þetta vonbrigði og vonbrigði fyrir leikmenn að koma og kannski standa ekki undir því sem þær ætluðu að standa undir en aftur; það er ágúst og fullt af leikjum eftir.“ „Ég held að þær nái ekki Breiðablik eða Val en þriðja sætið er möguleiki. Ásættanlegt eða ekki, mér finnst það ásættanlegt. Við spáðum þeim þannig en ekki þær. Spilamennskan á köflum er góð en það sýnir að þessi deild er orðin það sterk að það er mjög erfitt að koma inn og fá 1-4 leikmenn og vinna deildina.“ Margrét Lára bendir á að það taki dágóðan tíma í að búa til góð lið og bendir á toppliðin tvö. „Sjáiði bara liðið hans Þorsteins og liðið hans Péturs. Vals-liðið tók ansi mikinn tíma í að byggja það upp. Þetta tekur bara tíma og menn verða að gefa sér það. Selfoss-liðið, Íslandsmeistarar eftir eitt eða tvö ár? Já, mögulega.“ „Í ár væri það framar vonum því þetta er ekki svo auðvelt að ætla bara taka að titil á einu ári þegar þú ert að keppa við lið eins og Val og Breiðablik.“ Margrét Lára sagði þó að henni hafi litist vel á að Selfoss-liðið ætlaði sér bara alla leið en setur spurningarmerki um hvort þetta hafi verið rétti tímapunkturinn. „Mér finnst þetta töff en ekki tímabært,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Selfoss
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Pepsi Max-mörkin Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki