Hópur sjálfboðaliða mun sinna matarúthlutunum á meðan samkomubann er í gildi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. mars 2020 12:06 Um fimm hundruð heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfa á mataraðstoð að halda. visir/vilhelm Hópur sjálfboðaliða mun sinna matarúthlutunum á meðan samkomubann er í gildi. Um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfa á slíkri aðstoð að halda og mun slysavarnarfélagið Landsbjörg keyra vörur heim til þeirra. Fyrr í vikunni var greint frá því að lokað yrði fyrir matarúthlutanir hjá Mæðrastyrksnefnd vegna kórónuveirunnar. Ástæðan er sú að sjálfboðaliðar eru flestallir í áhættuhópi. Stór hópur sjálfboðaliða ásamt Fjölskylduhjálp hefur ákveðið að bregðast við og sinna úthlutun á höfuðborgarsvæðinu. „Út af þessari fordæmalausu stöðu sem við erum í, samkomubanninu sem tekur gildi á miðnætti, þá hefur það veruleg áhrif á matarúthlutun til þeirra sem hafa hingað til verið að sækja hana, til dæmis til Fjölskylduhjálpar. Þetta er stór hópur. Fjölskyldur og einstaklingar sem reiða sig algjörlega áþessar nauðsynjar. Þetta er hópur sjálfboðaliða og Fjölskylduhjálpin sem bregst við. Við ætlum að opna fyrir skráningar í dag á netinu, þar sem fólk getur skráð sig fyrir þessum nauðsynjum. Á morgun opnum við fyrir símaver þar sem verður tekið við símtölum fyrir þá sem ekki hafa aðganga að netinu,“ sagði Steingrímur Sævar Ólafsson. Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun í framhaldinu keyra vörurnar heim til þeirra sem þurfa á aðstoðinni að halda. „Þannig snúum við þessu við. Út af samkomubanninu þá getur fólk ekki sótt þessar nauðsynjar og því færum við nauðsynjar til þeirra,“ sagði Steingrímur. Steingrímur segir að um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfi á aðstoð að halda. „Við þurfum bara að sýna þessa samstöðu. Þennan samhug og við þurfum öll að leggjast á eitt og við gerum það með þessu,“ sagði Steingrímur. Úthlutunin er öll framkvæmd með samþykki almannavarna og vitund embætti sóttvarnarlæknis. Upplýsingar um úthlutunina verða aðgengilegar á íslensku, pólsku, spænsku og arabísku. Líkt og fyrr segir verður opnað fyrir skráningar á netinu í dag en upplýsingar um skráningar verða aðgengilegar eins fljótt og auðið er. Opnað verður fyrir símaver á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 17:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Hópur sjálfboðaliða mun sinna matarúthlutunum á meðan samkomubann er í gildi. Um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfa á slíkri aðstoð að halda og mun slysavarnarfélagið Landsbjörg keyra vörur heim til þeirra. Fyrr í vikunni var greint frá því að lokað yrði fyrir matarúthlutanir hjá Mæðrastyrksnefnd vegna kórónuveirunnar. Ástæðan er sú að sjálfboðaliðar eru flestallir í áhættuhópi. Stór hópur sjálfboðaliða ásamt Fjölskylduhjálp hefur ákveðið að bregðast við og sinna úthlutun á höfuðborgarsvæðinu. „Út af þessari fordæmalausu stöðu sem við erum í, samkomubanninu sem tekur gildi á miðnætti, þá hefur það veruleg áhrif á matarúthlutun til þeirra sem hafa hingað til verið að sækja hana, til dæmis til Fjölskylduhjálpar. Þetta er stór hópur. Fjölskyldur og einstaklingar sem reiða sig algjörlega áþessar nauðsynjar. Þetta er hópur sjálfboðaliða og Fjölskylduhjálpin sem bregst við. Við ætlum að opna fyrir skráningar í dag á netinu, þar sem fólk getur skráð sig fyrir þessum nauðsynjum. Á morgun opnum við fyrir símaver þar sem verður tekið við símtölum fyrir þá sem ekki hafa aðganga að netinu,“ sagði Steingrímur Sævar Ólafsson. Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun í framhaldinu keyra vörurnar heim til þeirra sem þurfa á aðstoðinni að halda. „Þannig snúum við þessu við. Út af samkomubanninu þá getur fólk ekki sótt þessar nauðsynjar og því færum við nauðsynjar til þeirra,“ sagði Steingrímur. Steingrímur segir að um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfi á aðstoð að halda. „Við þurfum bara að sýna þessa samstöðu. Þennan samhug og við þurfum öll að leggjast á eitt og við gerum það með þessu,“ sagði Steingrímur. Úthlutunin er öll framkvæmd með samþykki almannavarna og vitund embætti sóttvarnarlæknis. Upplýsingar um úthlutunina verða aðgengilegar á íslensku, pólsku, spænsku og arabísku. Líkt og fyrr segir verður opnað fyrir skráningar á netinu í dag en upplýsingar um skráningar verða aðgengilegar eins fljótt og auðið er. Opnað verður fyrir símaver á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 17:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 17:49