Hópur sjálfboðaliða mun sinna matarúthlutunum á meðan samkomubann er í gildi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. mars 2020 12:06 Um fimm hundruð heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfa á mataraðstoð að halda. visir/vilhelm Hópur sjálfboðaliða mun sinna matarúthlutunum á meðan samkomubann er í gildi. Um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfa á slíkri aðstoð að halda og mun slysavarnarfélagið Landsbjörg keyra vörur heim til þeirra. Fyrr í vikunni var greint frá því að lokað yrði fyrir matarúthlutanir hjá Mæðrastyrksnefnd vegna kórónuveirunnar. Ástæðan er sú að sjálfboðaliðar eru flestallir í áhættuhópi. Stór hópur sjálfboðaliða ásamt Fjölskylduhjálp hefur ákveðið að bregðast við og sinna úthlutun á höfuðborgarsvæðinu. „Út af þessari fordæmalausu stöðu sem við erum í, samkomubanninu sem tekur gildi á miðnætti, þá hefur það veruleg áhrif á matarúthlutun til þeirra sem hafa hingað til verið að sækja hana, til dæmis til Fjölskylduhjálpar. Þetta er stór hópur. Fjölskyldur og einstaklingar sem reiða sig algjörlega áþessar nauðsynjar. Þetta er hópur sjálfboðaliða og Fjölskylduhjálpin sem bregst við. Við ætlum að opna fyrir skráningar í dag á netinu, þar sem fólk getur skráð sig fyrir þessum nauðsynjum. Á morgun opnum við fyrir símaver þar sem verður tekið við símtölum fyrir þá sem ekki hafa aðganga að netinu,“ sagði Steingrímur Sævar Ólafsson. Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun í framhaldinu keyra vörurnar heim til þeirra sem þurfa á aðstoðinni að halda. „Þannig snúum við þessu við. Út af samkomubanninu þá getur fólk ekki sótt þessar nauðsynjar og því færum við nauðsynjar til þeirra,“ sagði Steingrímur. Steingrímur segir að um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfi á aðstoð að halda. „Við þurfum bara að sýna þessa samstöðu. Þennan samhug og við þurfum öll að leggjast á eitt og við gerum það með þessu,“ sagði Steingrímur. Úthlutunin er öll framkvæmd með samþykki almannavarna og vitund embætti sóttvarnarlæknis. Upplýsingar um úthlutunina verða aðgengilegar á íslensku, pólsku, spænsku og arabísku. Líkt og fyrr segir verður opnað fyrir skráningar á netinu í dag en upplýsingar um skráningar verða aðgengilegar eins fljótt og auðið er. Opnað verður fyrir símaver á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 17:49 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Hópur sjálfboðaliða mun sinna matarúthlutunum á meðan samkomubann er í gildi. Um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfa á slíkri aðstoð að halda og mun slysavarnarfélagið Landsbjörg keyra vörur heim til þeirra. Fyrr í vikunni var greint frá því að lokað yrði fyrir matarúthlutanir hjá Mæðrastyrksnefnd vegna kórónuveirunnar. Ástæðan er sú að sjálfboðaliðar eru flestallir í áhættuhópi. Stór hópur sjálfboðaliða ásamt Fjölskylduhjálp hefur ákveðið að bregðast við og sinna úthlutun á höfuðborgarsvæðinu. „Út af þessari fordæmalausu stöðu sem við erum í, samkomubanninu sem tekur gildi á miðnætti, þá hefur það veruleg áhrif á matarúthlutun til þeirra sem hafa hingað til verið að sækja hana, til dæmis til Fjölskylduhjálpar. Þetta er stór hópur. Fjölskyldur og einstaklingar sem reiða sig algjörlega áþessar nauðsynjar. Þetta er hópur sjálfboðaliða og Fjölskylduhjálpin sem bregst við. Við ætlum að opna fyrir skráningar í dag á netinu, þar sem fólk getur skráð sig fyrir þessum nauðsynjum. Á morgun opnum við fyrir símaver þar sem verður tekið við símtölum fyrir þá sem ekki hafa aðganga að netinu,“ sagði Steingrímur Sævar Ólafsson. Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun í framhaldinu keyra vörurnar heim til þeirra sem þurfa á aðstoðinni að halda. „Þannig snúum við þessu við. Út af samkomubanninu þá getur fólk ekki sótt þessar nauðsynjar og því færum við nauðsynjar til þeirra,“ sagði Steingrímur. Steingrímur segir að um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfi á aðstoð að halda. „Við þurfum bara að sýna þessa samstöðu. Þennan samhug og við þurfum öll að leggjast á eitt og við gerum það með þessu,“ sagði Steingrímur. Úthlutunin er öll framkvæmd með samþykki almannavarna og vitund embætti sóttvarnarlæknis. Upplýsingar um úthlutunina verða aðgengilegar á íslensku, pólsku, spænsku og arabísku. Líkt og fyrr segir verður opnað fyrir skráningar á netinu í dag en upplýsingar um skráningar verða aðgengilegar eins fljótt og auðið er. Opnað verður fyrir símaver á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 17:49 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 17:49