Innlent

Skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós 22 smit

Birgir Olgeirsson skrifar
Fyrirtækið hefur skimað 2.600 sýni.
Fyrirtækið hefur skimað 2.600 sýni. Vísir/VIlhelm
Alls hafa nú 22 greinst með kórónuveiruna eftir að hafa farið í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þetta er niðurstaðan þegar fyrirtækið hefur lokið skimun á 2.600 sýnum. Það helst í hendur við fyrri niðurstöður, tæpt eitt prósent skimaðra sýna hafa reynst smituð af kórónuveirunni.

Á vef Almannavarna kemur fram að 199 hafi greinst með veiruna hér á landi. 2.149 voru í sóttkví og 199 í einangrun. 

3 voru á sjúkrahúsi, þar af 2 á gjörgæslu.

Karlar eru 52,3 prósent smitaðra, konur 47,4 prósent.

Innanlandssmit eru 27,8 prósent, erlendis 57 prósent en óþekkt smit eru 15 prósent.

Lang flestir smitaðra eru á höfuðborgarsvæðinu, eða 180. Einn staðfest smit er á Norðurlandi eystra, 13 á Suðurlandi, 4 á Suðurnesjum en eitt smit er óstaðsett.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.