Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2020 21:15 Frá flugvellinum í Vogum í Færeyjum. Mynd/Vága Floghavn. Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar í gær, var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. Kringvarpið greinir frá þessu í dag og hefur þetta eftir Michael Boolsen, lögreglustjóra Færeyja. Hann segir að venjan sé að senda ólögmæta ferðamenn aftur til baka til sama lands og þeir komu frá með sömu flugvél. Þar sem ekki hafi verið í boði neitt flug til Íslands samdægurs hafi Íslendingarnir verið sendir með fyrstu vél til Danmerkur, þaðan sem þeir gátu síðan flogið aftur til Íslands. Lögreglustjórinn segir að venjulega séu þeir sem reyna ólöglega að komast til Færeyja sektaðir en vegna sérstöðu málsins hafi í þessu ákveðna tilviki verið ákveðið að sleppa því að sekta fólkið.Íslendingar sem reyna að komast til Færeyja á næstunni, án sérstaks leyfis, mega búast við að verða sendir burt með fyrstu flugvél.Mynd/Vága Floghavn.Íslendingarnir eru fyrstu útlendingarnar sem nýju reglurnar bitna á en þær tóku gildi á mánudag. Samkvæmt þeim mega einungis ríkisborgarar danska ríkjasambandsins koma til Færeyja, það er borgarar Færeyja, Danmerkur og Grænlands. Ríkisborgarar annarra landa þurfa sérstaka heimild til að komast til eyjanna. Sjá einnig: Norræna siglir farþegalaus til ÍslandsLandlæknir Færeyja skýrði frá því í dag að þar hefðu 58 tilfelli smits verið staðfest og að ellefu hefðu bæst við frá því í gær. Þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti Færeyjar vorið 2017 voru skilaboð hans til Færeyinga þau að Íslendingar nytu þess að eiga bestu granna í heimi, eins og sjá má í frétt Stöðvar 2: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Færeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Færeyingar loka á áhorfendur Færeyingar hafa ákveðið að fyrstu tvær umferðirnar í efstu deild karla í fótbolta þar í landi verði spilaðar fyrir luktum dyrum. 7. mars 2020 12:22 Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 10:27 Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar í gær, var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. Kringvarpið greinir frá þessu í dag og hefur þetta eftir Michael Boolsen, lögreglustjóra Færeyja. Hann segir að venjan sé að senda ólögmæta ferðamenn aftur til baka til sama lands og þeir komu frá með sömu flugvél. Þar sem ekki hafi verið í boði neitt flug til Íslands samdægurs hafi Íslendingarnir verið sendir með fyrstu vél til Danmerkur, þaðan sem þeir gátu síðan flogið aftur til Íslands. Lögreglustjórinn segir að venjulega séu þeir sem reyna ólöglega að komast til Færeyja sektaðir en vegna sérstöðu málsins hafi í þessu ákveðna tilviki verið ákveðið að sleppa því að sekta fólkið.Íslendingar sem reyna að komast til Færeyja á næstunni, án sérstaks leyfis, mega búast við að verða sendir burt með fyrstu flugvél.Mynd/Vága Floghavn.Íslendingarnir eru fyrstu útlendingarnar sem nýju reglurnar bitna á en þær tóku gildi á mánudag. Samkvæmt þeim mega einungis ríkisborgarar danska ríkjasambandsins koma til Færeyja, það er borgarar Færeyja, Danmerkur og Grænlands. Ríkisborgarar annarra landa þurfa sérstaka heimild til að komast til eyjanna. Sjá einnig: Norræna siglir farþegalaus til ÍslandsLandlæknir Færeyja skýrði frá því í dag að þar hefðu 58 tilfelli smits verið staðfest og að ellefu hefðu bæst við frá því í gær. Þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti Færeyjar vorið 2017 voru skilaboð hans til Færeyinga þau að Íslendingar nytu þess að eiga bestu granna í heimi, eins og sjá má í frétt Stöðvar 2:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Færeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Færeyingar loka á áhorfendur Færeyingar hafa ákveðið að fyrstu tvær umferðirnar í efstu deild karla í fótbolta þar í landi verði spilaðar fyrir luktum dyrum. 7. mars 2020 12:22 Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 10:27 Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Færeyingar loka á áhorfendur Færeyingar hafa ákveðið að fyrstu tvær umferðirnar í efstu deild karla í fótbolta þar í landi verði spilaðar fyrir luktum dyrum. 7. mars 2020 12:22
Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00
Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 10:27
Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45
Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34