Núna kann ég næstum því að tala færeysku Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2017 21:00 Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja, Bakkafrost, og kynntist því hvernig eldislax hefur á skömmum tíma orðið mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan má sjá myndir úr Færeyjaheimsókn forsetahjónanna. Í bænum Glyvrar við Skálafjörð stilltu ráðamenn Bakkafrosts sér framan við höfuðstöðvar fyrirtækisins þegar rúta forsetans kom akandi frá Klakksvík og bæjarstjóri sveitarfélagsins Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, bauð gestina velkomna. Og það var talað saman á íslensku og færeysku, eins og heyra má í fréttinni.Bæjarstjóri Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, býður forsetahjónin velkomin til Glyvrar. Forstjóri Bakkafrosts, Regin Jacobsen, stendur vinstramegin við bæjarstjórann.Mynd/Kringvarp Færeyja.Í þessu stærsta fyrirtæki Færeyja starfa um eittþúsund manns og telst það nú áttunda stærsta eldisfyrirtæki heims. Meginstarfsemin felst í sjókvíaeldi og vinnslu á laxi en eldislax er orðinn mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Bakkafrost er með sjókvíar í þrettán fjörðum í Færeyjum og laxvinnslustöðvar í þremur bæjum. Svo vel hefur gengið að forstjóri og stærsti eigandi fyrirtæksins, Regin Jacobsen, er orðinn ríkasti maður Færeyja. Formlegri dagskrá Færeyjaheimsóknar forseta Íslands lýkur í kvöld. Í viðtali við færeyska Kringvarpið nú síðdegis um borð í varðskipi kom fram að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var í sinni fyrstu heimsókn til eyjanna. Hann sagði Íslendinga fá þá tilfinningu í Færeyjum að þeir væru heima hjá sér.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um borð í varðskipi á Skálafirði á leið til Þórshafnar síðdegis í dag.Mynd/Kringvarp Færeyja.„Vináttan er mjög greinileg og manni finnst maður vera heima hjá sér. Landslagið er líka mjög líkt því sem maður sér heima. Það er auðvitað munur en þetta er tvímælalaust landið sem stendur næst okkur,” sagði Guðlaugur Þór. „Það er dásamlega fallegt hérna í Færeyjum, fólkið er vingjarnlegt og það hefur verið mikil og gleðileg upplifun að vera hér í Færeyjum,” sagði Guðni Th. og bætti við: „Og svo hef ég komist að því að ég kann næstum að tala færeysku." Tengdar fréttir Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45 Forsetinn í fótbolta við færeyska krakka Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, brá sér í fótbolta með krökkum í Færeyjum í gær. 18. maí 2017 11:15 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja, Bakkafrost, og kynntist því hvernig eldislax hefur á skömmum tíma orðið mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan má sjá myndir úr Færeyjaheimsókn forsetahjónanna. Í bænum Glyvrar við Skálafjörð stilltu ráðamenn Bakkafrosts sér framan við höfuðstöðvar fyrirtækisins þegar rúta forsetans kom akandi frá Klakksvík og bæjarstjóri sveitarfélagsins Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, bauð gestina velkomna. Og það var talað saman á íslensku og færeysku, eins og heyra má í fréttinni.Bæjarstjóri Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, býður forsetahjónin velkomin til Glyvrar. Forstjóri Bakkafrosts, Regin Jacobsen, stendur vinstramegin við bæjarstjórann.Mynd/Kringvarp Færeyja.Í þessu stærsta fyrirtæki Færeyja starfa um eittþúsund manns og telst það nú áttunda stærsta eldisfyrirtæki heims. Meginstarfsemin felst í sjókvíaeldi og vinnslu á laxi en eldislax er orðinn mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Bakkafrost er með sjókvíar í þrettán fjörðum í Færeyjum og laxvinnslustöðvar í þremur bæjum. Svo vel hefur gengið að forstjóri og stærsti eigandi fyrirtæksins, Regin Jacobsen, er orðinn ríkasti maður Færeyja. Formlegri dagskrá Færeyjaheimsóknar forseta Íslands lýkur í kvöld. Í viðtali við færeyska Kringvarpið nú síðdegis um borð í varðskipi kom fram að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var í sinni fyrstu heimsókn til eyjanna. Hann sagði Íslendinga fá þá tilfinningu í Færeyjum að þeir væru heima hjá sér.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um borð í varðskipi á Skálafirði á leið til Þórshafnar síðdegis í dag.Mynd/Kringvarp Færeyja.„Vináttan er mjög greinileg og manni finnst maður vera heima hjá sér. Landslagið er líka mjög líkt því sem maður sér heima. Það er auðvitað munur en þetta er tvímælalaust landið sem stendur næst okkur,” sagði Guðlaugur Þór. „Það er dásamlega fallegt hérna í Færeyjum, fólkið er vingjarnlegt og það hefur verið mikil og gleðileg upplifun að vera hér í Færeyjum,” sagði Guðni Th. og bætti við: „Og svo hef ég komist að því að ég kann næstum að tala færeysku."
Tengdar fréttir Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45 Forsetinn í fótbolta við færeyska krakka Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, brá sér í fótbolta með krökkum í Færeyjum í gær. 18. maí 2017 11:15 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45
Forsetinn í fótbolta við færeyska krakka Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, brá sér í fótbolta með krökkum í Færeyjum í gær. 18. maí 2017 11:15
Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34