Innlent

Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin

Kristján Már Unnarsson skrifar
Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum.

Þá flutti hann fyrirlestur í Fróðskaparsetrinu í Þórshöfn, sem er háskóli þeirra Færeyinga, um þorskastríðin og landhelgissigrana þegar þjóðirnar náðu yfirráðum yfir fiskimiðum sínum. Guðni Th. Jóhannesson spurði í fyrirlestrinum hvernig Íslendingar og Færeyingar gætu tryggt að fiskimið þjóðanna nýttust komandi kynslóðum.

Í tónlistarskólanum í Sörvogi. Íslensku forsetahjónin til vinstri og færeysku lögmannshjónin til hægri.Mynd/Forsetaskrifstofan.
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir úr Færeyjaheimsókn forsetahjónanna. Þau hlýddu meðal annars á tónlistarflutning færeyskra barna, en lögmaður Færeyja, Aksel Johannesen, bauð upp á heimsókn í tónlistarskólann í Sörvogi. 

Í dag heimsækir forsetinn meðal annars Lögþing Færeyja og Tinganes, en þar er stjórnarráð Færeyja í elsta hluta Þórshafnar.

Við Fróðskaparsetur Færeyja lék Lúðrasveitin Brassband Reykjavíkur fyrir forsetahjónin.Mynd/Forsetaskrifstofan.

Tengdar fréttir

Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja

Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.