Innlent

Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin

Kristján Már Unnarsson skrifar

Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum.

Þá flutti hann fyrirlestur í Fróðskaparsetrinu í Þórshöfn, sem er háskóli þeirra Færeyinga, um þorskastríðin og landhelgissigrana þegar þjóðirnar náðu yfirráðum yfir fiskimiðum sínum. Guðni Th. Jóhannesson spurði í fyrirlestrinum hvernig Íslendingar og Færeyingar gætu tryggt að fiskimið þjóðanna nýttust komandi kynslóðum.

Í tónlistarskólanum í Sörvogi. Íslensku forsetahjónin til vinstri og færeysku lögmannshjónin til hægri. Mynd/Forsetaskrifstofan.

Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir úr Færeyjaheimsókn forsetahjónanna. Þau hlýddu meðal annars á tónlistarflutning færeyskra barna, en lögmaður Færeyja, Aksel Johannesen, bauð upp á heimsókn í tónlistarskólann í Sörvogi. 

Í dag heimsækir forsetinn meðal annars Lögþing Færeyja og Tinganes, en þar er stjórnarráð Færeyja í elsta hluta Þórshafnar.

Við Fróðskaparsetur Færeyja lék Lúðrasveitin Brassband Reykjavíkur fyrir forsetahjónin. Mynd/Forsetaskrifstofan.

Tengdar fréttir

Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja

Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.