Sóttu tæp fimm tonn af rusli í tvær blokkir á tuttugu mínútum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. mars 2020 19:30 Sorphirða hófst í Breiðholti í dag eftir að tímabundin undanþága fékkst frá verkfallsaðgerðum. Vísir/Egill Tæp fimm tonn af rusli voru hreinsuð út úr tveimur blokkum í Breiðholti í dag á aðeins tuttugu mínútum eftir að undanþága fékkst frá verkfallsaðgerðum. Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Borgin hefur óskað eftir frekari undanþágum. Foreldrar kalla eftir að deiluaðilar rísi undir ábyrgð og semji. Þegar fréttastofu bar að garð í dag var Magnús Magnússon og samstarfsfólk hans í óða önn við að tæma yfirfullar ruslafötur við heimili fólks í Efra-Breiðholti þar sem ekki tókst að tæma áður en ótímabundið verkfall hófst fyrir um tveimur vikum síðan. Hann segir hafa gengið nokkuð vel að tæma og svo virðist sem margir hafi farið með sorp í grenndargáma til að koma í veg fyrir að það safnist upp við húsin. „Það vantar að salta og sanda í tröppur. Við erum stundum í basli að koma þeim upp þegar við erum með þungar tunnur þegar það er mikil hálka í tröppunum,“ segir Magnús. Undanþága gildir til 6. mars en borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra hjá Reykjavíkurborg. Hann brýnir einnig fyrir bæjarbúum að gæta vel að því að hreinsa frá tunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/Sigurjón „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum,“ segir Bjarni. „Við viljum auðvitað að þetta leysist sem fyrst þetta verkfall og vonumst til þess. En það eru engar viðræður í gangi eins og stendur, því miður.“ Heima í fjórtán daga Þá mætti hópur foreldra með börn sín sem ekki komast í leikskólann vegna verkfalla í Ráðhúsið í dag. „Þetta er fjórtándi dagurinn í dag sem að stelpan mín fer ekki á leikskólann. Hún hefur sem sagt ekki farið í eina mínútu allan tímann. Strákurinn minn hefur fengið að fara um helming tímans en á þeirra leikskóla hafa fjórar af sex deildum verið lokaðar með öllu,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, ein þeirra foreldra sem mættu með börn sín í ráðhúsið í dag. Sigríður Víðis Jónsdóttir hvetur deiluaðila til að setjast niður og reyna að semja en dóttir hennar hefur ekkert komist á leikskólann í tvær vikur.Vísir/Sigurjón Hún hvetur deiluaðila til að funda og komast að lausn á sama tíma og hún segist styðja baráttu láglaunafólks. „Gerið allt sem þið getið til að leysa málið og rísið undir ábyrgð ykkar hvað þetta varðar,“ segir Sigríður. Nokkrir leikskólastarfsmenn voru einnig mættir í Ráðhúsið sem segjast þreyttir á að vera í verkfalli og vonast til þess að það dragist ekki mikið á langinn. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Tæp fimm tonn af rusli voru hreinsuð út úr tveimur blokkum í Breiðholti í dag á aðeins tuttugu mínútum eftir að undanþága fékkst frá verkfallsaðgerðum. Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Borgin hefur óskað eftir frekari undanþágum. Foreldrar kalla eftir að deiluaðilar rísi undir ábyrgð og semji. Þegar fréttastofu bar að garð í dag var Magnús Magnússon og samstarfsfólk hans í óða önn við að tæma yfirfullar ruslafötur við heimili fólks í Efra-Breiðholti þar sem ekki tókst að tæma áður en ótímabundið verkfall hófst fyrir um tveimur vikum síðan. Hann segir hafa gengið nokkuð vel að tæma og svo virðist sem margir hafi farið með sorp í grenndargáma til að koma í veg fyrir að það safnist upp við húsin. „Það vantar að salta og sanda í tröppur. Við erum stundum í basli að koma þeim upp þegar við erum með þungar tunnur þegar það er mikil hálka í tröppunum,“ segir Magnús. Undanþága gildir til 6. mars en borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra hjá Reykjavíkurborg. Hann brýnir einnig fyrir bæjarbúum að gæta vel að því að hreinsa frá tunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/Sigurjón „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum,“ segir Bjarni. „Við viljum auðvitað að þetta leysist sem fyrst þetta verkfall og vonumst til þess. En það eru engar viðræður í gangi eins og stendur, því miður.“ Heima í fjórtán daga Þá mætti hópur foreldra með börn sín sem ekki komast í leikskólann vegna verkfalla í Ráðhúsið í dag. „Þetta er fjórtándi dagurinn í dag sem að stelpan mín fer ekki á leikskólann. Hún hefur sem sagt ekki farið í eina mínútu allan tímann. Strákurinn minn hefur fengið að fara um helming tímans en á þeirra leikskóla hafa fjórar af sex deildum verið lokaðar með öllu,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, ein þeirra foreldra sem mættu með börn sín í ráðhúsið í dag. Sigríður Víðis Jónsdóttir hvetur deiluaðila til að setjast niður og reyna að semja en dóttir hennar hefur ekkert komist á leikskólann í tvær vikur.Vísir/Sigurjón Hún hvetur deiluaðila til að funda og komast að lausn á sama tíma og hún segist styðja baráttu láglaunafólks. „Gerið allt sem þið getið til að leysa málið og rísið undir ábyrgð ykkar hvað þetta varðar,“ segir Sigríður. Nokkrir leikskólastarfsmenn voru einnig mættir í Ráðhúsið sem segjast þreyttir á að vera í verkfalli og vonast til þess að það dragist ekki mikið á langinn.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira