Sportpakkinn: Mætast í fyrsta sinn í bikarnum síðan í úrslitaleiknum fyrir átta árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2020 17:00 Virgil van Dijk og Tammy Abraham eigast við í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. vísir/getty Chelsea tekur á móti Liverpool í stórleik 16-liða úrslita ensku bikarkeppninnar á Stamford Bridge í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikinn. Arsenal varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Þrjú lið bætast í hópinn í kvöld. Liverpool þurfti tvo leiki til að slá Shrewsbury Town út úr keppni. Í þeim leikjum fengu ungir strákar tækifæri sem þeir nýttu vel en í kvöld má reikna með því að sterkari og reyndari kappar verði í byrjunarliðinu. Í ágúst á síðasta ári mættust liðin í Ofurbikar Evrópu í árlegum leik sigurvegara Meistara- og Evrópudeildarinnar. Staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Sadio Mane kom Liverpool yfir í framlengingu með öðru marki sínu en Jorginho jafnaði úr vítaspyrnu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Liverpool skoraði úr öllum fimm spyrnum sínum en Adrián í marki Liverpool varði síðustu spyrnuna frá Tammy Abraham og Liverpool fagnaði sigri. Rúmum mánuði síðar tókust liðin á í deildinni í Stamford Bridge. Liverpool vann þá með tveimur mörkum gegn einu. Leikurinn í kvöld verður fyrsti bikarleikur liðanna í átta ár. Síðasta rimman í þessari fornu keppni var úrslitaleikurinn á Wembley 2012. Ramires kom Chelsea yfir á 11. mínútu með eina markinu í fyrri hálfleik og Didier Drogba kom Chelsea í 2-0 þegar sjö mínútur voru búnar af þeim seinni. Andy Carroll skoraði eina mark Liverpool um miðjan seinni hálfleikinn og Chelsea, undir stjórn Robertos Di Matteo, hafði betur gegn strákum Kennys Dalglish, 2-1. Þetta var sjöundi bikartitill Chelsea sem bætti þeim áttunda við 2018 þegar Lundúnaliðið vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik með marki Edens Hazard. Liverpool hefur unnið bikarinn sjö sinnum, síðast 2006. Þá vann Liverpool West Ham í vítaspyrnukeppni. Liverpool hefur verið í sérflokki í úrvalsdeildinni á leiktíðinni en tapaði í fyrsta sinn um helgina, 3-0 fyrir Watford. Enda þótt Chelsea sé í 4. sæti er 34 stiga munur á þeim rauðu og bláu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur á Stamford Bridge Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Segja að liðin séu núna búin að finna leiðina til að stoppa Liverpool liðið Liverpool hefur ekki verið sannfærandi eftir vetrarfríið sitt og hefur nú tapað tveimur leikjum á stuttum tíma. Það lítur út fyrir að andstæðingar þeirra séu búnir að finna lausnina á móti þeim. 3. mars 2020 12:30 Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. 3. mars 2020 09:00 Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. 3. mars 2020 07:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira
Chelsea tekur á móti Liverpool í stórleik 16-liða úrslita ensku bikarkeppninnar á Stamford Bridge í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikinn. Arsenal varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Þrjú lið bætast í hópinn í kvöld. Liverpool þurfti tvo leiki til að slá Shrewsbury Town út úr keppni. Í þeim leikjum fengu ungir strákar tækifæri sem þeir nýttu vel en í kvöld má reikna með því að sterkari og reyndari kappar verði í byrjunarliðinu. Í ágúst á síðasta ári mættust liðin í Ofurbikar Evrópu í árlegum leik sigurvegara Meistara- og Evrópudeildarinnar. Staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Sadio Mane kom Liverpool yfir í framlengingu með öðru marki sínu en Jorginho jafnaði úr vítaspyrnu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Liverpool skoraði úr öllum fimm spyrnum sínum en Adrián í marki Liverpool varði síðustu spyrnuna frá Tammy Abraham og Liverpool fagnaði sigri. Rúmum mánuði síðar tókust liðin á í deildinni í Stamford Bridge. Liverpool vann þá með tveimur mörkum gegn einu. Leikurinn í kvöld verður fyrsti bikarleikur liðanna í átta ár. Síðasta rimman í þessari fornu keppni var úrslitaleikurinn á Wembley 2012. Ramires kom Chelsea yfir á 11. mínútu með eina markinu í fyrri hálfleik og Didier Drogba kom Chelsea í 2-0 þegar sjö mínútur voru búnar af þeim seinni. Andy Carroll skoraði eina mark Liverpool um miðjan seinni hálfleikinn og Chelsea, undir stjórn Robertos Di Matteo, hafði betur gegn strákum Kennys Dalglish, 2-1. Þetta var sjöundi bikartitill Chelsea sem bætti þeim áttunda við 2018 þegar Lundúnaliðið vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik með marki Edens Hazard. Liverpool hefur unnið bikarinn sjö sinnum, síðast 2006. Þá vann Liverpool West Ham í vítaspyrnukeppni. Liverpool hefur verið í sérflokki í úrvalsdeildinni á leiktíðinni en tapaði í fyrsta sinn um helgina, 3-0 fyrir Watford. Enda þótt Chelsea sé í 4. sæti er 34 stiga munur á þeim rauðu og bláu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur á Stamford Bridge
Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Segja að liðin séu núna búin að finna leiðina til að stoppa Liverpool liðið Liverpool hefur ekki verið sannfærandi eftir vetrarfríið sitt og hefur nú tapað tveimur leikjum á stuttum tíma. Það lítur út fyrir að andstæðingar þeirra séu búnir að finna lausnina á móti þeim. 3. mars 2020 12:30 Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. 3. mars 2020 09:00 Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. 3. mars 2020 07:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira
Segja að liðin séu núna búin að finna leiðina til að stoppa Liverpool liðið Liverpool hefur ekki verið sannfærandi eftir vetrarfríið sitt og hefur nú tapað tveimur leikjum á stuttum tíma. Það lítur út fyrir að andstæðingar þeirra séu búnir að finna lausnina á móti þeim. 3. mars 2020 12:30
Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. 3. mars 2020 09:00
Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. 3. mars 2020 07:00