Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. mars 2020 20:01 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og öryggisstjóri KSÍ. vísir/skjáskot Íslensku landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson, sem báðir leika sem atvinnumenn á Ítalíu, þurfa að fara að koma sér til landsins ef þeir eiga að geta tekið þátt í umspilsleiknum mikilvæga gegn Rúmeníu í lok mánaðarins. Þetta segir Víðir Reynisson í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Víðir gegnir starfi öryggisstjóra KSÍ líkt og undanfarin ár en er einnig yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra og hefur því verið áberandi vegna fréttaflutnings af kórónaveirunni Covid-19 undanfarnar vikur. Það er einmitt vegna hennar sem þeir Emil og Birkir þyrftu að koma til landsins sem fyrst þar sem þeir þurfa að vera í 14 daga í sóttkví hér á landi áður en þeir geta tekið þátt í leiknum. Víðir segir í samtali við RÚV að knattspyrnumenn geti ekki hlotið neina sérmeðferð í þessari stöðu. Einnig var rætt við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem fram kom að knattspyrnusambandið væri að skoða möguleikann á því að fá Birki og Emil fyrr til landsins. Hefur KSÍ verið í samskiptum við félög þeirra Emils og Birkis vegna þessa. „Já, við erum að þreifa fyrir okkur með það. En það er heldur ekkert kjörstaða að vera með landsliðsleikmann hálfan mánuð í sóttkví og ekki að æfa. Það eru svo sem engir góðir kostir í þessu en við erum að reyna að skoða hvað kemur til greina, bæði læknisfræðilega og þetta með sóttkvína. Svo er það spurningin hvort það breytist eitthvað staðan á Ítalíu.“ segir Klara í samtali við RÚV. Leikur Íslands og Rúmeníu fer fram á Laugardalsvelli þann 26.mars næstkomandi. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson, sem báðir leika sem atvinnumenn á Ítalíu, þurfa að fara að koma sér til landsins ef þeir eiga að geta tekið þátt í umspilsleiknum mikilvæga gegn Rúmeníu í lok mánaðarins. Þetta segir Víðir Reynisson í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Víðir gegnir starfi öryggisstjóra KSÍ líkt og undanfarin ár en er einnig yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra og hefur því verið áberandi vegna fréttaflutnings af kórónaveirunni Covid-19 undanfarnar vikur. Það er einmitt vegna hennar sem þeir Emil og Birkir þyrftu að koma til landsins sem fyrst þar sem þeir þurfa að vera í 14 daga í sóttkví hér á landi áður en þeir geta tekið þátt í leiknum. Víðir segir í samtali við RÚV að knattspyrnumenn geti ekki hlotið neina sérmeðferð í þessari stöðu. Einnig var rætt við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem fram kom að knattspyrnusambandið væri að skoða möguleikann á því að fá Birki og Emil fyrr til landsins. Hefur KSÍ verið í samskiptum við félög þeirra Emils og Birkis vegna þessa. „Já, við erum að þreifa fyrir okkur með það. En það er heldur ekkert kjörstaða að vera með landsliðsleikmann hálfan mánuð í sóttkví og ekki að æfa. Það eru svo sem engir góðir kostir í þessu en við erum að reyna að skoða hvað kemur til greina, bæði læknisfræðilega og þetta með sóttkvína. Svo er það spurningin hvort það breytist eitthvað staðan á Ítalíu.“ segir Klara í samtali við RÚV. Leikur Íslands og Rúmeníu fer fram á Laugardalsvelli þann 26.mars næstkomandi.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira