Fótbolti

Mikil gleði í WhatsApp spjalli Madrídinga eftir niður­lægingu Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Toni Kroos glaðbeittur eftir að titillinn var í höfn.
Toni Kroos glaðbeittur eftir að titillinn var í höfn. VÍSIR/GETTY

Toni Kroos, miðjumaður spænsku meistarana í Real Madrid, segir að það hafi ekki verið mikil sorg í WhatsApp hóp Real Madrid eftir tap Barcelona gegn Bayern Munchen.

Bayern Munchen niðurlægði Barcelona í átta liða úrslitaleik Meistaradeildarinnar en lokatölur urðu 8-2. Barcelona sá til sólar í upphafi leiksins en síðan ekki sögunna meir.

Erkifjendurnir í Real Madrid eru spænskir meistarar og þeir glöddust eðlilega yfir tapi Börsunga um helgina. Sá þýski greindi frá þessu í hlaðvarpi.

„Þú gætir ekki sýnt allt opinberlega en þú getur rétt ímyndað að það var enginn sorg. Það var mikið gleði yfir þeirra ógæfu [e. Schadenfreude],“ sagði Kroos.

Kroos sagði einnig að þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópurinn logar en hópurinn fagnaði einnig er Barcelona kastaði frá sér 4-1 forystu gegn Roma í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum.

Sá þýski sagði að leikmenn hefðu hlaupið inn og út úr herberginu sínu er Börsungar duttu út en Real datt út úr 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.