Fótbolti

Mikil gleði í WhatsApp spjalli Madrídinga eftir niður­lægingu Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Toni Kroos glaðbeittur eftir að titillinn var í höfn.
Toni Kroos glaðbeittur eftir að titillinn var í höfn. VÍSIR/GETTY

Toni Kroos, miðjumaður spænsku meistarana í Real Madrid, segir að það hafi ekki verið mikil sorg í WhatsApp hóp Real Madrid eftir tap Barcelona gegn Bayern Munchen.

Bayern Munchen niðurlægði Barcelona í átta liða úrslitaleik Meistaradeildarinnar en lokatölur urðu 8-2. Barcelona sá til sólar í upphafi leiksins en síðan ekki sögunna meir.

Erkifjendurnir í Real Madrid eru spænskir meistarar og þeir glöddust eðlilega yfir tapi Börsunga um helgina. Sá þýski greindi frá þessu í hlaðvarpi.

„Þú gætir ekki sýnt allt opinberlega en þú getur rétt ímyndað að það var enginn sorg. Það var mikið gleði yfir þeirra ógæfu [e. Schadenfreude],“ sagði Kroos.

Kroos sagði einnig að þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópurinn logar en hópurinn fagnaði einnig er Barcelona kastaði frá sér 4-1 forystu gegn Roma í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum.

Sá þýski sagði að leikmenn hefðu hlaupið inn og út úr herberginu sínu er Börsungar duttu út en Real datt út úr 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×