Englendingar vonast til að hleypa stuðningsmönnum inn á heimaleikinn gegn Íslandi Anton Ingi Leifsson skrifar 20. ágúst 2020 11:30 Englendingar fagna marki. vísir/getty Það verða engir áhorfendur á leik Íslands og Englands í septembermánuði er liðin mætast í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. Það gætu þó verið áhofendur á síðari leik liðanna ytra. UEFA ákvað að það yrðu engir áhorfendur á landsleikjunum í september og þetta staðfesti Knattspyrnusambandið í gær á vef sínum. Nokkur lönd voru tilbúin að hleypa fólki á völlinn í september en UEFA tók þá ákvörðun að allir leikirnir færu fram án áhorfenda. Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, skilur ákvörðunina en vonast til þess að það verði breytingar í október. „Við vonum að í leikjunum þremur í október verði breytingar og við getum fengið að hafa áhorfendur á Wembley,“ sagði Mark. „Við munum vinna það með UEFA og ríkisstjórninni. Við erum ekki að tala um fullan völl en að hleypa einhverjum inn á völlinn.“ England hopeful fans will be allowed into Wembley for their October games https://t.co/meoI6BHrl6— MailOnline Sport (@MailSport) August 19, 2020 England spilar æfingarleik gegn Wales í október sem og Þjóðadeildarleiki gegn Belgíu og Danmörku. Í nóvember er það svo síðari leikurinn gegn Íslandi á Wembley og útileikur gegn Belgíu. „Það var pressa. Við viljum öll fá áhorfendur aftur til baka á völlinn. Þeir eru mikilvægir fyrir fótboltann og það voru miklar umræður um þetta.“ „Sum lönd eru í erfiðum aðstæðum. Þeim líður vel með að hleypa áhorfendum á leikina og eru með stuðning ríkisstjórnarinnar.“ „UEFA vildi gæta sanngirni í september og þannig var það. Þeirra sýn var bara að leikirnir gætu farið fram. Klárum þessal eiki í september og kíkjum á þetta í október.“ „Það gæti svo farið að þetta verði öðruvísi í október fyrir mismunandi lönd því veiran er svo erfið að spá fyrir um.“ Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira
Það verða engir áhorfendur á leik Íslands og Englands í septembermánuði er liðin mætast í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. Það gætu þó verið áhofendur á síðari leik liðanna ytra. UEFA ákvað að það yrðu engir áhorfendur á landsleikjunum í september og þetta staðfesti Knattspyrnusambandið í gær á vef sínum. Nokkur lönd voru tilbúin að hleypa fólki á völlinn í september en UEFA tók þá ákvörðun að allir leikirnir færu fram án áhorfenda. Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, skilur ákvörðunina en vonast til þess að það verði breytingar í október. „Við vonum að í leikjunum þremur í október verði breytingar og við getum fengið að hafa áhorfendur á Wembley,“ sagði Mark. „Við munum vinna það með UEFA og ríkisstjórninni. Við erum ekki að tala um fullan völl en að hleypa einhverjum inn á völlinn.“ England hopeful fans will be allowed into Wembley for their October games https://t.co/meoI6BHrl6— MailOnline Sport (@MailSport) August 19, 2020 England spilar æfingarleik gegn Wales í október sem og Þjóðadeildarleiki gegn Belgíu og Danmörku. Í nóvember er það svo síðari leikurinn gegn Íslandi á Wembley og útileikur gegn Belgíu. „Það var pressa. Við viljum öll fá áhorfendur aftur til baka á völlinn. Þeir eru mikilvægir fyrir fótboltann og það voru miklar umræður um þetta.“ „Sum lönd eru í erfiðum aðstæðum. Þeim líður vel með að hleypa áhorfendum á leikina og eru með stuðning ríkisstjórnarinnar.“ „UEFA vildi gæta sanngirni í september og þannig var það. Þeirra sýn var bara að leikirnir gætu farið fram. Klárum þessal eiki í september og kíkjum á þetta í október.“ „Það gæti svo farið að þetta verði öðruvísi í október fyrir mismunandi lönd því veiran er svo erfið að spá fyrir um.“
Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira