Neymar braut sóttvarnarreglur í gær og UEFA gæti sett hann í bann í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 09:00 Neymar var eini leikmaður Paris Saint Germain sem skipti um treyju eftir leik enda er það bannað. EPA-EFE/David Ramos Paris Saint Germain er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn en hugsunarleysi brasilísku stjörnunnar Neymar eftir leik gæti haft sínar afleiðingar í aðdraganda úrslitaleiksins. Neymar lék vel í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora en hann átti meðal annars tvö stangarskot. Mörk PSG skoruðu aftur á móti þeir Marquinhos, Angel Di Maria og Juan Bernat. Erlendir fjölmiðlar hafa skrifað um það sem fram fór strax eftir leik en Neymar skipti þá um treyju við Marcel Halstenberg hjá RB Leipzig. Bad news. https://t.co/q7AzshMunv— SPORTbible (@sportbible) August 19, 2020 Neymar hefur verið einstaklega duglegur að koma sér í vandræði utan vallar og þótt að leikaraskapurinn innan vallar sé á undanhaldi hjá honum þá er hann áfram iðinn við að búa til vesen. Samkvæmt fyrirmælum frá UEFA og út frá ströngum sóttvarnarreglum þá mega leikmenn ekki skipta um treyjur eftir leiki sína enda að taka við sveittum treyjum frá öðrum leikmanni. Refsingin ætti þá að vera einn leikur í bann og hvor leikmaður þyrfti að fara í sóttkví í tólf daga. Hvor refsing fyrir sig myndi koma í veg fyrir að Neymar geti spilað úrslitaleikinn sem er strax á sunnudaginn kemur. Reports claim Neymar could be banned for Sunday's final But UEFA's rules mean he will surely be allowed to play! #PSG #Neymar https://t.co/CQuB7u1bU1— GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 19, 2020 Neymar klæddi sig reyndar ekki í treyju Marcel Halstenberg og hefur síðan væntanlega skellt henni í þvott. Það breytir því ekki að um smithættu eru að ræða. Aðrir miðlar hafa bent á það að þessi einstaka regla hafi meira verið vinsamleg tilmæli frekar en hörð regla. Það má búast við því að UEFA þurfi að taka á þessu máli og koma því endanlega á hreint hvort þetta sé bannað og hvort að sambandið geti sett leikmenn í bann vegna svona brota. Paris Saint Germain mætir annað hvort Bayern München eða Lyon í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Paris Saint Germain er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn en hugsunarleysi brasilísku stjörnunnar Neymar eftir leik gæti haft sínar afleiðingar í aðdraganda úrslitaleiksins. Neymar lék vel í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora en hann átti meðal annars tvö stangarskot. Mörk PSG skoruðu aftur á móti þeir Marquinhos, Angel Di Maria og Juan Bernat. Erlendir fjölmiðlar hafa skrifað um það sem fram fór strax eftir leik en Neymar skipti þá um treyju við Marcel Halstenberg hjá RB Leipzig. Bad news. https://t.co/q7AzshMunv— SPORTbible (@sportbible) August 19, 2020 Neymar hefur verið einstaklega duglegur að koma sér í vandræði utan vallar og þótt að leikaraskapurinn innan vallar sé á undanhaldi hjá honum þá er hann áfram iðinn við að búa til vesen. Samkvæmt fyrirmælum frá UEFA og út frá ströngum sóttvarnarreglum þá mega leikmenn ekki skipta um treyjur eftir leiki sína enda að taka við sveittum treyjum frá öðrum leikmanni. Refsingin ætti þá að vera einn leikur í bann og hvor leikmaður þyrfti að fara í sóttkví í tólf daga. Hvor refsing fyrir sig myndi koma í veg fyrir að Neymar geti spilað úrslitaleikinn sem er strax á sunnudaginn kemur. Reports claim Neymar could be banned for Sunday's final But UEFA's rules mean he will surely be allowed to play! #PSG #Neymar https://t.co/CQuB7u1bU1— GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 19, 2020 Neymar klæddi sig reyndar ekki í treyju Marcel Halstenberg og hefur síðan væntanlega skellt henni í þvott. Það breytir því ekki að um smithættu eru að ræða. Aðrir miðlar hafa bent á það að þessi einstaka regla hafi meira verið vinsamleg tilmæli frekar en hörð regla. Það má búast við því að UEFA þurfi að taka á þessu máli og koma því endanlega á hreint hvort þetta sé bannað og hvort að sambandið geti sett leikmenn í bann vegna svona brota. Paris Saint Germain mætir annað hvort Bayern München eða Lyon í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira