Fótbolti

Kristian Nökkvi með Ajax í undanúrslit

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmenn Ajax fagna einu marka sinna gegn Midtjylland í dag.
Leikmenn Ajax fagna einu marka sinna gegn Midtjylland í dag. VÍSIR/GETTY

Kristian Nökkvi Hlynsson, fyrrverandi leikmaður Breiðabliks, er kominn með Ajax í undanúrslit Evrópukeppni ungmennaliða í fótbolta.

Kristian kom inn á sem varamaður um miðjan seinni hálfleik í dag þegar Ajax vann 3-1 sigur á danska liðinu Midtjylland.

Ajax mun því leika gegn sigurliðinu úr leik Dinamo Zagreb og Benfica í undanúrslitunum en sá leikur stendur yfir. Undanúrslitin fara fram 22. ágúst.

Í 8-liða úrslitunum eru einnig eftir viðureign RB Salzburg og Lyon annars vegar, og Inter og Real Madrid hins vegar.

ÍA komst í 2. umferð í keppninni í ár en varð þar að játa sig sigrað gegn enska félaginu Derby, samtals 6-2.

Porto vann keppnina á síðasta ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.