Fótbolti

Messi: Loksins fæ ég að spila í Napoli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Messi og Maradona eru dáðustu synir Argentínu.
Messi og Maradona eru dáðustu synir Argentínu. vísir/getty

Argentínumaðurinn Lionel Messi mun feta í fótspor landa síns, Diego Maradona, í næstu viku er hann spilar í fyrsta skipti í Napoli.

Maradona fór frá Barcelona til Napoli árið 1984 og var þar til ársins 1991. Napoli var meðalklúbbur á Ítalíu áður en Maradona kom þangað. Liðið varð meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins 1987. Annað sætið kom næstu tvö ár og svo vann liðið aftur titilinn.

Liðið varð einnig bikarmeistari 1987 með Maradona í broddi fylkingar og svo kom UEFA-bikarinn til Napoli árið 1989 eftir sigur á Ásgeiri Sigurvinssyni og félögum í Stuttgart. Þetta voru blómatímar félagsins.

„Ég hef beðið eftir því að komast á þennan völl lengi. Ég er mjög spenntur að fá loksins tækifæri til að spila í Napoli,“ sagði Messi.

„Það verður örugglega mögnuð upplifun að spila þarna. Fólkið er mjög ástríðufullt og ég veit að marga dreymir um að ég spili þarna fyrst að Maradona gerði það. Þeir eru fótboltaóðir í borginni og ég hef heyrt margar sögur. Þetta verður gaman.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×