„Óviðunandi að lögum sé ekki fylgt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 20:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020. Vísir/Sigurjón Það er óviðunandi að lögum um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sé ekki fylgt segir forsætisráðherra. Það sé stórt langtímaverkefni fyrir höndum til að bregðast við kynjaskiptum vinnumarkaði og námsvali á Íslandi. Jafnréttisþing 2020 fór fram í Hörpu í dag. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður jafnréttisráðs, stýrði fundinum en hún vakti athygli á því, að líkt og svo oft áður þegar jafnréttismál eru til umfjöllunar, hafi konur verið miklu fleiri í salnum. Í opnunarávarpi sýnu kynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars nýja skýrslu um jafnréttismál. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Enn sé tími til stefnu til að ljúka innleiðingu. Þótt fjölmargt annað hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni þurfi að gera enn betur á ýmsum sviðum. „Sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi, kynjaskiptu námsvali og sömuleiðis líka þeirri staðreynd að allt of fáar konur gegna stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi,“ segir Katrín. Óafgreitt frumvarp um viðurlög liggur fyrir Alþingi Spurð hvort til standi að bregðast við því með einhverjum hætti, til að mynda með viðurlögum eða íhlutun af hálfu ríkisins bendir Katrín á að Alþingi gæti brugðist við. „Alþingi getur náttúrlega tekið afstöðu til frumvarps sem að liggur inni til að mynda um að sett verði viðurlög við því að fyrirtæki fylgi ekki þeim lögum sem að sett voru á sínum tíma um að konur skuli að minnsta kosti vera 40% stjórnarmanna. Ég styð það frumvarp mjög eindregið af því mér finnst það óviðunandi að lögum sé ekki fylgt,“ segir Katrín. Vísar hún þar til frumvarps flokkssystur sinnar, Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, sem mælt var fyrir á Alþingi í október 2018 en hefur ekki náð fram að ganga. Í frumvarpinu er kveðið á um dagssektir sem geti numið frá tíu til hundrað þúsund krónum sem heimilt verði að leggja á félög og fyrirtæki sem ekki uppfylla skilyrði laganna. Meðflutningsmenn frumvarpsins koma úr öllum flokkum á Alþingi. Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Það er óviðunandi að lögum um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sé ekki fylgt segir forsætisráðherra. Það sé stórt langtímaverkefni fyrir höndum til að bregðast við kynjaskiptum vinnumarkaði og námsvali á Íslandi. Jafnréttisþing 2020 fór fram í Hörpu í dag. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður jafnréttisráðs, stýrði fundinum en hún vakti athygli á því, að líkt og svo oft áður þegar jafnréttismál eru til umfjöllunar, hafi konur verið miklu fleiri í salnum. Í opnunarávarpi sýnu kynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars nýja skýrslu um jafnréttismál. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Enn sé tími til stefnu til að ljúka innleiðingu. Þótt fjölmargt annað hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni þurfi að gera enn betur á ýmsum sviðum. „Sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi, kynjaskiptu námsvali og sömuleiðis líka þeirri staðreynd að allt of fáar konur gegna stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi,“ segir Katrín. Óafgreitt frumvarp um viðurlög liggur fyrir Alþingi Spurð hvort til standi að bregðast við því með einhverjum hætti, til að mynda með viðurlögum eða íhlutun af hálfu ríkisins bendir Katrín á að Alþingi gæti brugðist við. „Alþingi getur náttúrlega tekið afstöðu til frumvarps sem að liggur inni til að mynda um að sett verði viðurlög við því að fyrirtæki fylgi ekki þeim lögum sem að sett voru á sínum tíma um að konur skuli að minnsta kosti vera 40% stjórnarmanna. Ég styð það frumvarp mjög eindregið af því mér finnst það óviðunandi að lögum sé ekki fylgt,“ segir Katrín. Vísar hún þar til frumvarps flokkssystur sinnar, Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, sem mælt var fyrir á Alþingi í október 2018 en hefur ekki náð fram að ganga. Í frumvarpinu er kveðið á um dagssektir sem geti numið frá tíu til hundrað þúsund krónum sem heimilt verði að leggja á félög og fyrirtæki sem ekki uppfylla skilyrði laganna. Meðflutningsmenn frumvarpsins koma úr öllum flokkum á Alþingi.
Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent