Erlent

Einn handtekinn eftir stunguárás í mosku í London

Kjartan Kjartansson skrifar
Aðgangi að Miðborgarmoskunni í London við Ríkisstjóragarðinn eftir árásina í dag.
Aðgangi að Miðborgarmoskunni í London við Ríkisstjóragarðinn eftir árásina í dag. AP/Marc Ward

Karlmaður sem réðst á bænakallara og stakk hann við bænahald í mosku í London var handtekinn í dag. Lögregla segist telja að árásin hafi ekki verið tengd hryðjuverkum en vitni segja að árásarmaðurinn hafi vanið komur sínar í moskuna um nokkurra mánaða skeið.

Bænakallarinn, sem er um sjötugt, er alvarlega slasaður en þó ekki lífshættulega. Árásarmaðurinn er grunaður um tilraun til manndráps, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Vitni segja að um hundrað gestir hafi verið í moskunni þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Hann hafi stungið bænakallarann í öxlina. Um tuttugu moskugestir hafi stokkið á árásarmanninn til að stöðva hann. Breska ríkisútvarpið BBC segir að myndir úr moskunni sýni lögregluþjóna yfirbuga hvítan karlmann.

Boris Johnson, forsætisráðherra, lýsti yfir áhyggjum sínum af árásinni á Twitter.

„Það er svo hræðilegt að þetta skyldi gerast, sérstaklega á tilbeiðslustað,“ tísti Johnson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×