Innlent

Akur­eyringar eiga von á Kóróna-skila­boðum ætluðum flug­far­þegum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Flugvél á Akureyrarflugvelli.
Flugvél á Akureyrarflugvelli. Lögreglan

Óhjákvæmilega munu skilaboð frá Almannavörnum ætluð farþegum sem koma með flugi frá útlöndum til Akureyrar á morgun rata til íbúa á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Þar segir að SMS-skeyti frá Almannavörnum sé væntanlegt á morgun einhvern tímann á bilinu frá klukkan tíu að morgni til hálf tólf að kvöldi. Á símum komi fram að sendandi sé 1.1.2.

Skeytið inniheludr upplýsingar varðandi viðbrögð við Kórónaveirunni (COVID-19) sem á upptök í Kína og hefur dregið þúsundir til bana.

„Óhjákvæmilega fá íbúar, sem og aðrir, á Akureyri SMS-boð með skilaboðum. Reynt verður að þrengja svæðið, þ.e. að umhverfi flugvallarins eins og hægt er. Sendar sem verða virkjaðir til að senda þessi skilaboð eru á Akureyrarkirkju, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Halllandi, gengt Akureyri.“

Áréttað er að um upplýsingaskilaboð sé að ræða. Sambærileg skilaboð eru send út í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

„Gera má ráð fyrir því að þessi skilaboð verði send út þegar flugvélar sem að koma erlendis frá eru að lenda á Akureyri meðan við erum á óvissustigi almannavarna við Kórónaveirunni,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.