Fótbolti

Arnór meiddur mánuði fyrir umspilið | Úrslitin í Evrópudeildinni

Sindri Sverrisson skrifar
Arnór Ingvi Traustason í leiknum við Tyrki ytra í haust.
Arnór Ingvi Traustason í leiknum við Tyrki ytra í haust. vísir/getty

Arnór Ingvi Traustason fór meiddur af velli þegar lið hans Malmö mætti Wolfsburg í Þýskalandi í kvöld, í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta.

Ekki er ljóst hvers eðlis meiðslin eru en Arnór fór af velli á 22. mínútu. Þá var staðan markalaus en Wolfsburg vann leikinn 2-1 og staðan því ágæt hjá Malmö fyrir seinni leikinn í Svíþjóð eftir viku.

Arnór verður vonandi búinn að jafna sig löngu áður en íslenska landsliðið kemur saman vegna stórleiksins við Rúmeníu þann 26. mars, í umspilinu um sæti á EM. Betri tíðindi voru af Ragnari Sigurðssyni félaga honum úr landsliðinu í kvöld en hann lék í 1-1 jafntefli FC Köbenhavn við Skotlandsmeistara Celtic.

Úrslitin í fyrri leikjum 32-liða úrslita Evrópudeildar:
Wolfsburg - Malmö  2-1
Olympiacos - Arsenal  0-1
Wolves - Espanyol  4-0
Frankfurt - RB Salzburg  4-1
APOEL - Basel  0-3
AZ Alkmaar - LASK Linz  1-1
Leverkusen - Porto  2-1
Rangers - Braga  3-2
Roma - Gent  1-0
Club Brugge - Man. Utd 1-1
FC Köbenhavn - Celtic 1-1
Getafe - Ajax 2-0
Frankfurt - Salzburg 4-1
Ludogorets Razgrad - Inter 0-2
Shaktar Donetsk - Benfica 2-1
Sporting Lissabon - Istanbul Basaksehir 3-1
Cluj - Sevilla 1-1


Tengdar fréttir

Arsenal gerði góða ferð til Grikklands

Alexandre Lacazette skoraði sigurmark Arsenal í kvöld þegar liðið vann Olympiacos á útivelli í Grikklandi, 1-0, í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.