Enski boltinn

Mörkin úr leik Club Brugge og Man. Utd | "Vitum að við getum betur“

Sindri Sverrisson skrifar
Anthony Martial fagnar marki sínu gegn Club Brugge.
Anthony Martial fagnar marki sínu gegn Club Brugge. vísir/getty

Club Brugge þarf að skora á Old Trafford eftir viku þegar liðið mætir Manchester United að nýju, eftir 1-1 jafntefli liðanna í Belgíu í Evrópudeildinni í kvöld.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan en Dennis kom Brugge yfir með skrautlegu marki eftir slæm mistök United-manna. Anthony Martial jafnaði metin með marki sem gladdi Ole Gunnar Solskjær, stjóra United:

„Við fengum útivallarmarkið sem við vildum. Þetta var mjög gott einstaklingsframtak, hann vann vel fyrir boltanum og nýtti færið, svo við erum ánægðir en vitum að við getum betur,“ sagði Solskjær.

„Það voru erfiðar aðstæður í þessum leik. Þetta var næstum því eins og gervigras. Boltinn fór hratt og var líflegur,“ sagði Solskjær.

Klippa: Mörkin hjá Club Brugge og Man. Utd


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×