Fótbolti

Eriksen með sitt fyrsta og Lukaku skoraði í sjötta leiknum í röð

Sindri Sverrisson skrifar
Christian Eriksen skoraði sitt fyrsta mark fyrir Inter í Búlgaríu í kvöld.
Christian Eriksen skoraði sitt fyrsta mark fyrir Inter í Búlgaríu í kvöld. vísir/getty

Inter Mílanó er í góðum málum eftir fyrri leik sinn við Búlgaríumeistara Ludogorets Razgrad í Búlgaríu í kvöld, í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta.

Inter vann leikinn 2-0 á útivelli. Christian Eriksen skoraði fyrra markið og er það hans fyrsta fyrir félagið eftir komuna frá Tottenham í janúar. Romelu Lukaku bætti við mikilvægu marki í blálokin og hefur nú skorað í sex leikjum í röð í keppninni, sem enginn hefur leikið eftir síðan Alan Shearer skoraði í átta leikjum í röð árið 2005, þegar keppnin hét UEFA-bikarinn.

Úrslit fyrri hluta kvöldsins má sjá hér að neðan en átta leikir til viðbótar voru að hefjast.

Úrslit:

Club Brugge - Man. Utd 1-1

FC Köbenhavn - Celtic 1-1

Getafe - Ajax 2-0

Frankfurt - Salzburg 4-1

Ludogorets Razgrad - Inter 0-2

Shakter Donetsk - Benfica 2-1

Sporting Lissabon - Istanbul Basaksehir 3-1

Cluj - Sevilla 1-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×