Íslenski boltinn

Grindvíkingar fá 60 þúsund króna sekt frá KSÍ og sigri breytt í tap

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Magnússon er enn skráður leikamaður ÍBV.
Guðmundur Magnússon er enn skráður leikamaður ÍBV. Vísir/Daníel

Grindavík notaði ólöglegan leikmann í Lengjubikar karla í knattspyrnu á dögunum en skrifstofa KSÍ hefur nú staðfest þetta og sektað félagið.

Grindavík vann leikinn 2-1 en úrslitunum er nú breytt og HK liðinu dæmdur 3-0 sigur.

Ölöglegi leikmaðurinn var Guðmundur Magnússon sem er skráður í ÍBV. Guðmundur Magnússon skoraði einmitt bæði mörk Grindvíkinga í leiknum.

Grindavík fær 60 þúsund króna sekt frá KSÍ, 30 þúsund fyrir að mæta ólöglega skipað til leiks og 30 þúsund fyrir leikmanninn sem spilaði án keppnisleyfis.

Guðmundur Magnússon skoraði 1 mark í 10 leikjum með ÍBV í Pepsi Max deild karla á síðustu leiktíð.

Guðmundur Magnússon var einu sinni leikmaður HK því hann lék með Kópavogsfélaginu í 1. deild karla sumrin 2014 og 2015. Guðmundur skoraði þá 6 mörk í 25 deildarleikjum með HK.

Það má lesa um dóminn hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.