Fótbolti

Sara bíður áfram á hliðarlínunni

Sindri Sverrisson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir mun yfirgefa Wolfsburg í sumar.
Sara Björk Gunnarsdóttir mun yfirgefa Wolfsburg í sumar. vísir/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur átt við meiðsli að stríða og ekki getað spilað með Wolfsburg eftir að keppni í Þýskalandi hófst að nýju eftir áramót.

Sara missti af 5-1 sigri liðsins á Potsdam í dag þar sem hin pólska Ewa Pajor skoraði tvö mörk. Áður hafði Sara misst af 5-2 sigri gegn Hoffenheim fyrir viku þegar leiktíðin hófst aftur eftir jólafrí. Wolfsburg stendur afar vel að vígi og er með 43 stig á toppi þýsku 1. deildarinnar, níu stigum á undan Hoffenheim og Bayern München sem eiga þó leik til góða.

Á heimasíðu Wolfsburg segir að Sara glími við meiðsli í hné en hún birti mynd af sér af æfingu Wolfsburg í vikunni og er vonandi á góðum batavegi.

 
 
 
View this post on Instagram

Step by step

A post shared by Sara Björk Gunnarsdóttir (@sarabjork90) on


Tengdar fréttir

Sara meidd og missti af toppslagnum

Sara Björk Gunnarsdóttir var fjarri góðu gamni þegar lið hennar Wolfsburg vann 5-2 útisigur á Hoffenheim í leik efstu liðanna í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.