Innlent

Hellar í Eldvörpum girtir af vegna lífshættulegrar gasmyndunar

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Lögreglumenn á Suðurnesjum fóru á svæðið í dag og girtu af hella til að varna því að fólk fari inn í þá.
Lögreglumenn á Suðurnesjum fóru á svæðið í dag og girtu af hella til að varna því að fólk fari inn í þá. Vísir/Egill

Lögreglan á Suðurnesjum girti í dag af hella í Eldvörpum á Reykjanesskaga vegna lífshættulegrar gasmyndunar í þeim. Enn þá er hægt er að fara um svæðið við hellana en til að koma í veg fyrir að fólk fari ofan í þá þótti ráðlegast að girða þá af.

Veðurstofa Íslands varaði í dag við hellaskoðun eftir að gasmæling á svæðinu í gær sýndi miklar breytingar í einum helli. Mælingin sýndi í raun lífshættuleg gildi af lofttegundum og skort á súrefni.

Elvörp eru gömul gígaröð. Vísir/Egill

Fjölmargir hellar eru í Eldvörpum sem er gömul gígaröð. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í raun ekki óhætt að fara ofan í neinn helli á svæðinu. Heldur ekki þá sem ekki er búið að girða fyrir. „Við í rauninni mælumst til þess að fólk sé ekki að fara ofan í hella á svæðinu,“ segir Kristín.

Kristín segir ekki hægt að útiloka að gasmyndunin sé tengd jarðskjálftavirkni á svæðinu. Þá segir hún enn nokkra virkni á svæðinu. „Það er ekki jafn svona hröð svona aflögun og mikið landris eins og var þarna í upphafi en það er áfram óvissa á svæðinu,“ segir Kristín.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.