Erlent

Hrað­brautin milli Damaskus og Aleppo opin al­menningi á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Borgarstríð hefur geisað i Sýrland í um níu ár.
Borgarstríð hefur geisað i Sýrland í um níu ár. Getty

Hraðbrautin M5 milli sýrlensku höfuðborgarinnar Damaskus og Aleppo í norðurhluta landsins hefur verið opnuð almenningi á ný.

Reuters segir frá þessu og vísar í tilkynningu frá samgönguráðuneyti landsins. Ákveðið var að opna hraðbrautina eftir að sveitir sýrlenska stjórnarhersins náðu landsvæðum aftur á sitt vald með aðstoð rússneska hersins.

Sú staðreynd að stjórnarherinn hafi náð hraðbrautinni aftur á sitt vald þykir mikill sigur fyrir Bashar al-Assad forseta, enda getur stjórnarherinn nú sótt hraðar í átt að því landsvæði í norðurhluta landsins sem enn er á valdi uppreisnarhópa.

Nýjasta sókn stjórnarhersins með aðstoð Rússa hefur leitt til þess um milljón manns hafi yfirgefið heimili sín.

M5-hraðbrautin milli Damaskus og Aleppo er um 360 kílómetrar á lengd.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.