Fótbolti

Rúnar Alex með Dijon af fallsvæðinu

Sindri Sverrisson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson hafði í nógu að snúast í kvöld.
Rúnar Alex Rúnarsson hafði í nógu að snúast í kvöld. vísir/getty

Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Dijon vel í kvöld þegar liðið náði í mikilvægt stig í baráttunni um að bjarga sér frá falli úr frönsku 1. deildinni í fótbolta.

Dijon gerði 1-1 jafntefli við Monaco sem er í 5. sæti deildarinnar og í baráttu um Meistaradeildarsæti. Mama Baldé kom Dijon yfir á 56. mínútu en Guillermo Maripán jafnaði metin á 79. mínútu. Fyrr í leiknum hafði Rúnar Alex séð meðal annars við tilraunum Islam Slimani og Wissam Ben Yedder til að skora.Dijon hefur gert jafntefli í síðustu þremur deildarleikjum sínum en Rúnar Alex hefur spilað þá alla. Hann kom inn í markið í hálfleik gegn Nantes í 3-3 jafntefli 8. febrúar, vegna meiðsla Alfred Gomis.

Dijon er nú með 27 stig og komið úr fallsæti sem stendur, en liðið er jafnt Nimes sem er í 18. sæti. Liðið sem endar í 18. sæti fer í umspil við lið úr 2. deild um að spila í 1. deild á næstu leiktíð. Dijon er sömuleiðis aðeins stigi á eftir næstu liðum, Metz og Saint-Etienne. Monaco er hins vegar í 5. sæti með 39 stig, tveimur stigum á eftir Rennes og fjórum stigum á eftir Lille.


Tengdar fréttir

Rúnar Alex aðalmarkvörður Dijon á ný | Byrjar brösulega

Rúnar Alex Rúnarsson, einn markvarða íslenska landsliðsins, hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á leiktíðinni en hann er leikmaður Dijon í Frakklandi. Staða hans hefur hins vegar breyst og reikna má með að hann leiki alla leiki liðsins sem eftir eru á leiktíðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.