Fótbolti

Rúnar Alex fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Alex og félagar fengu á sig jöfnunarmark á síðustu stundu gegn Nantes.
Rúnar Alex og félagar fengu á sig jöfnunarmark á síðustu stundu gegn Nantes. vísir/getty

Rúnar Alex Rúnarsson lék seinni hálfleikinn þegar Dijon gerði 3-3 jafntefli við Nantes í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Staðan var 2-2 í hálfleik. Stephy Mavididi kom Dijon yfir á 90. mínútu en aðeins mínútu síðar skoraði Andrei Girotto jöfnunarmark Nantes með skalla nánast frá vítateigslínu sem fór yfir Rúnar Alex.

Dijon er í 17. sæti deildarinnar með 25 stig, einu stigi fyrir ofan fallsæti.

Ögmundur Kristinsson hélt marki sínu hreinu þegar Larissa gerði markalaust jafntefli við Lamia í grísku úrvalsdeildinni.

Larissa, sem hefur ekki unnið í sjö leikjum í röð, er í 9. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×