Örlagaríkt rifrildi við Victoriu Beckham Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 20:00 Mel C, eða Sporty Spice, og Victoria Beckham, eða Posh Spice, þegar vinsældir Kryddpíanna stóðu sem hæst. Vísir/getty Kryddpían Melanie Chisholm, sem þekktust er undir nafninu Mel C, segist hafa glímt við átröskun og þunglyndi eftir rifrildi við Victoru Beckham, annan meðlim Kryddpíanna, á tíunda áratugnum. Mel C var næstum rekin úr hljómsveitinni vegna málsins á sínum tíma. Mel C ræddi umrætt atvik í samtali við Guardian í fyrra. Þeim Beckham lenti saman á Brit-verðlaununum árið 1996 og lýsti Mel C því að hún hefði sagt Beckham að „fara til andskotans“ umrætt kvöld. Mel C tjáði sig frekar um atvikið og eftirköst þess í viðtali á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í dag. Þar sagði hún að henni hefði verið tjáð að ef hún hegðaði sér aftur með þessum hætti yrði hún rekin úr hljómsveitinni. Þetta hafi reynst henni þungbært. „Ég held að þetta hafi að hluta til verið upphaf vandamála minna vegna þess að ég varð að vera mjög, mjög ströng við sjálfa mig. Ég gat ekki leyft mér að slaka á vegna þess að ef ég gerði það gæti ég eyðilagt allt.“ Kryddpíurnar árið 1997.Vísir/getty Þá beygði Mel C af þegar hún lýsti því að hún hefði þróað með sér þunglyndi og átröskun þegar hún starfaði með hljómsveitinni. „Ég fór úr því að vera með lystarstol og í það að vera með lotugræðgi. Ég fór til heimilislæknisins míns og var greind með þunglyndi. Þá var þungu fargi af mér létt.“ Hljómsveitin Spice Girls, eða Kryddpíurnar upp á íslensku, var stofnuð árið 1994. Geri Halliwell sagði skilið við sveitina árið 1998 og Mel C sagði það hafa reynst sér, og hinum hljómsveitarmeðlimunum, afar erfitt. Kryddpíurnar hafa komið saman aftur í gegnum árin, nú síðast á tónleikaferðalagi í fyrra. Bretland Tónlist Tengdar fréttir Baðst loksins afsökunar á því að hafa hætt í Spice Girls Geri Horner, betur þekkt sem "Ginger spice“ í stúlknasveitinni Spice Girls, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að hafa hætt í hljómsveitinni fyrir rúmum áratug. 16. júní 2019 19:59 Gerir fastlega ráð fyrir að missa röddina á Spice Girls tónleikum Hljómsveitin GRL PWR stendur fyrir Spice Girls tónleikum á Gauknum og Græna hattinum þar sem öllu verður tjaldað til en Elísabet Ormslev lofar brjálaðri nostalgíu. 14. júní 2019 08:15 Emma Stone sögð hafa axlarbrotnað á Spice Girls tónleikum Gleðin virðist hafa farið úr böndunum hjá bandarísku leikkonunni Emmu Stone á nýlegum Spice Girls tónleikum. Fjölmiðjar í Bretlandi greina frá því að hún hafi axlarbrotnað er hún féll eftir að hafa setið á öxlum vinar síns á tónleikunum. 26. júní 2019 15:15 Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Kryddpían Melanie Chisholm, sem þekktust er undir nafninu Mel C, segist hafa glímt við átröskun og þunglyndi eftir rifrildi við Victoru Beckham, annan meðlim Kryddpíanna, á tíunda áratugnum. Mel C var næstum rekin úr hljómsveitinni vegna málsins á sínum tíma. Mel C ræddi umrætt atvik í samtali við Guardian í fyrra. Þeim Beckham lenti saman á Brit-verðlaununum árið 1996 og lýsti Mel C því að hún hefði sagt Beckham að „fara til andskotans“ umrætt kvöld. Mel C tjáði sig frekar um atvikið og eftirköst þess í viðtali á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í dag. Þar sagði hún að henni hefði verið tjáð að ef hún hegðaði sér aftur með þessum hætti yrði hún rekin úr hljómsveitinni. Þetta hafi reynst henni þungbært. „Ég held að þetta hafi að hluta til verið upphaf vandamála minna vegna þess að ég varð að vera mjög, mjög ströng við sjálfa mig. Ég gat ekki leyft mér að slaka á vegna þess að ef ég gerði það gæti ég eyðilagt allt.“ Kryddpíurnar árið 1997.Vísir/getty Þá beygði Mel C af þegar hún lýsti því að hún hefði þróað með sér þunglyndi og átröskun þegar hún starfaði með hljómsveitinni. „Ég fór úr því að vera með lystarstol og í það að vera með lotugræðgi. Ég fór til heimilislæknisins míns og var greind með þunglyndi. Þá var þungu fargi af mér létt.“ Hljómsveitin Spice Girls, eða Kryddpíurnar upp á íslensku, var stofnuð árið 1994. Geri Halliwell sagði skilið við sveitina árið 1998 og Mel C sagði það hafa reynst sér, og hinum hljómsveitarmeðlimunum, afar erfitt. Kryddpíurnar hafa komið saman aftur í gegnum árin, nú síðast á tónleikaferðalagi í fyrra.
Bretland Tónlist Tengdar fréttir Baðst loksins afsökunar á því að hafa hætt í Spice Girls Geri Horner, betur þekkt sem "Ginger spice“ í stúlknasveitinni Spice Girls, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að hafa hætt í hljómsveitinni fyrir rúmum áratug. 16. júní 2019 19:59 Gerir fastlega ráð fyrir að missa röddina á Spice Girls tónleikum Hljómsveitin GRL PWR stendur fyrir Spice Girls tónleikum á Gauknum og Græna hattinum þar sem öllu verður tjaldað til en Elísabet Ormslev lofar brjálaðri nostalgíu. 14. júní 2019 08:15 Emma Stone sögð hafa axlarbrotnað á Spice Girls tónleikum Gleðin virðist hafa farið úr böndunum hjá bandarísku leikkonunni Emmu Stone á nýlegum Spice Girls tónleikum. Fjölmiðjar í Bretlandi greina frá því að hún hafi axlarbrotnað er hún féll eftir að hafa setið á öxlum vinar síns á tónleikunum. 26. júní 2019 15:15 Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Baðst loksins afsökunar á því að hafa hætt í Spice Girls Geri Horner, betur þekkt sem "Ginger spice“ í stúlknasveitinni Spice Girls, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að hafa hætt í hljómsveitinni fyrir rúmum áratug. 16. júní 2019 19:59
Gerir fastlega ráð fyrir að missa röddina á Spice Girls tónleikum Hljómsveitin GRL PWR stendur fyrir Spice Girls tónleikum á Gauknum og Græna hattinum þar sem öllu verður tjaldað til en Elísabet Ormslev lofar brjálaðri nostalgíu. 14. júní 2019 08:15
Emma Stone sögð hafa axlarbrotnað á Spice Girls tónleikum Gleðin virðist hafa farið úr böndunum hjá bandarísku leikkonunni Emmu Stone á nýlegum Spice Girls tónleikum. Fjölmiðjar í Bretlandi greina frá því að hún hafi axlarbrotnað er hún féll eftir að hafa setið á öxlum vinar síns á tónleikunum. 26. júní 2019 15:15