Lífið

Baðst loksins afsökunar á því að hafa hætt í Spice Girls

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mel B, Emma, Geri og Mel C á fyrstu tónleikum tónleikaferðalagsins sem kláraðist í gær.
Mel B, Emma, Geri og Mel C á fyrstu tónleikum tónleikaferðalagsins sem kláraðist í gær. Vísir/getty
Geri Horner, betur þekkt sem „Ginger spice“ í stúlknasveitinni Spice Girls, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að hafa hætt í hljómsveitinni fyrir rúmum áratug.„Ég þarf að segja svolítið sem ég hefði átt að segja fyrir löngu. Mér þykir fyrir því. Mér þykir fyrir því að hafa hætt. Ég var bara frekja. Það er svo gott að vera snúin aftur með stelpunum sem ég elska,“ sagði Geri er hún ávarpaði áhorfendaskarann á lokatónleikum Spice Girls á Wembley-leikvanginum í London.Geri hætti í Spice Girls í nokkru fússi árið 1998 en sveitin starfaði áfram fram til ársins 2001. Stúlkurnar hafa komið aftur saman í nokkur skipti síðan þá, nú síðast á tónleikaferðalagi undanfarnar vikur.Fimmti meðlimurinn, Victoria Beckham, gekk þó ekki aftur til liðs við sveitina í þetta skiptið og þá steig hún ekki á svið með þeim Geri, Emmu Bunton, Melanie Brown og Melanie Chisholm  á lokatónleikunum þrátt fyrir væntingar aðdáenda þess efnis.Myndband af afsökunarbeiðni Geri má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Aðdáendur urðu fyrir vonbrigðum með endurkomu Spice Girls

Svo virðist sem að margir aðdáendur bresku hljómsveitarinnar Spice Girls hafi orðið fyrir talsverðum vonbrigðum á tónleikum sveitarinnar í Dublin í gær. Samfélagsmiðlar loguðu vegna kvartana yfir því að hljóðið á tónleikunum hafi verið mjög ábótavant og illa hafi heyrst í Kryddpíunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.