Lífið

Emma Stone sögð hafa axlarbrotnað á Spice Girls tónleikum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Emma Stone og Emma Bunton fyrir tónleikana örlagaríku.
Emma Stone og Emma Bunton fyrir tónleikana örlagaríku. Instagram/Emma Stone

Gleðin virðist hafa farið úr böndunum hjá bandarísku leikkonunni Emmu Stone á nýlegum Spice Girls tónleikum. Fjölmiðjar í Bretlandi greina frá því að hún hafi axlarbrotnað er hún féll eftir að hafa setið á öxlum vinar síns á tónleikunum.

Ef marka má Instagram-færslur Stone er hún gríðarlegur aðdáandi stúlknasveitarinnar Spice Girls sem nýverið hélt nokkra endurkomutónleika í Bretlandi eftir margra ára hlé. Birti Stone mynd af sér með Emmu Bunton, barnakryddinu, áður en tónleikarnir hófust.

Líkt og fyrr segir virðist Stone hafa fallið með þeim afleiðingum að hún slasaðist á annarri öxlinni. Í fyrstu hélt hún að meiðslin væru smávægileg en eftir að hafa leitað til læknis kom í ljós að hún hafði axlarbrotnað, að því er breskir fjölmiðlar greina frá. Var henni sagt að hvíla sig næstu tvo mánuðina.

Er þetta sagt setja tökur á nýjustu mynd hennar, nýrri útgáfu af 101 Dalmatíuhundi, en þar á hún að leika Cruellu de Vil, vonda kallinn í myndinni, í uppnám. Tökur áttu að hefjast innan skamms.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.