Fótbolti

Atlético upp um þrjú sæti | Neymar sá rautt í sigri PSG

Sindri Sverrisson skrifar
Joao Felix fagnaði langþráðu marki fyrir Atlético í kvöld með fyrirliðanum Koke.
Joao Felix fagnaði langþráðu marki fyrir Atlético í kvöld með fyrirliðanum Koke. vísir/getty

Atlético Madrid lenti undir gegn Villarreal í kvöld en vann 3-1 sigur og flaug upp um þrjú sæti í spænsku 1. deildinni í fótbolta.

Paco Alcácer kom Villarreal yfir eftir korters leik en Ángel Correa jafnaði metin á 40. mínútu. Koke og Joao Felix skoruðu svo í seinni hálfleiknum, en Felix kom inn á sem varamaður eftir að hafa glímt við meiðsli síðasta mánuðinn og svo veikindi í kjölfarið.

Atlético er nú komið upp í 3. sæti með 43 stig og betri markatölu en Sevilla sem er einnig með 43 stig. Getafe er í 5. sæti með 42 stig, Real Sociedad með 40 og Villarreal í 7. sæti með 38. Atlético er enn langt frá toppnum eða 12 stigum á eftir Barcelona.

Marquinhos skoraði tvö mörk í kvöld. vísir/getty

Í Frakklandi er PSG komið með öruggt forskot á toppnum en liðið er með 65 stig, þrettán stigum á undan Marseille sem er í 2. sæti. PSG vann Bordeaux 4-3 í kvöld þar sem Marquinhos skoraði tvö mörk fyrir PSG en þeir Edinson Cavani og Kylian Mbappé eitt mark hvor. Ui-Jo Hwang skoraði tvö marka Bordeaux og Pablo eitt, en Bordeaux er í 12. sæti.

Í uppbótartíma fékk Neymar að líta rauða spjaldið en hann fékk sitt annað gula spjald fyrir slæma tæklingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.