Hvetja til aukinna öryggisráðstafana við hátíðarhöld Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2020 12:08 Lögreglumenn á vettvangi þar sem ökumaður ók silfurlituðum Mercedes inn í hóp fólks í Volksmarsen í vestanverðu Þýskalandi. AP/Uwe Zucchi Saksóknarar í Þýskalandi hafa hvatt skipuleggjendur kjötkveðjuhátíðarhalda til þess að endurskoða öryggisáætlanir sínar eftir að karlmaður ók bíl sínum inn í hóp fólks í skrúðgöngu í Volksmarsen í Hessen í gær. Rúmlega fimmtíu manns slösuðust, þar á meðal átján börn. Ökumaður bílsins, sem er sagður 29 ára gamall, er grunaður um tilraun til manndráps. Hann slasaðist sjálfur og segja saksóknarar að ekki hafi verið hægt að yfirheyra hann ennþá. Ekki liggur fyrir hvað honum gekk til en hann er ekki talinn hafa verið drukkinn. Dagblaðið Bild hefur eftir heimildum sínum að talið sé að maðurinn gæti átt við geðræn vandamál að stríða. AP-fréttastofan segir að Mercedes-skutbíll sem hann ók inn í mannfjöldann hafi verið skráður á ökumanninn. Talsmaður saksóknaranna sem rannsaka málið segja að ekkert benda til þess að málið verði sent ríkissaksóknurum. Reuters-fréttastofan segir að það bendi til þess að saksóknararnir telji að atvikið hafi ekki átt sér pólitískar rætur. Þrjátíu og fimm manns liggja enn á sjúkrahúsi, um helmingur þeirra börn, að sögn AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að saksóknararnir telji ekki sérstaka ástæðu til að óttast aukna hættu á árásum á skrúðgöngur hvetja þeir skipuleggjendur til að fara yfir öryggisáætlanir og breyta þeim ef þörf krefur, til dæmis með því að auka viðveru lögreglu. Atvikið í Volksmarsen kemur fast á hæla skotárásar vanstillts kynþáttahatara sem myrti ellefu manns á vatnspípubörum í bænum Hanau í síðustu viku. Hert öryggiseftirlit hefur verið við opinbera viðburði í Þýskalandi eftir að karlmaður frá Túnis ók trukk inn í hóp fólks á jólamarkaði í Berlín árið 2016. Tólf manns létu lífið í árásinni. Ítalskir lögreglumenn skutu manninn til bana þegar hann var á flótta. Þýskaland Tengdar fréttir Átján börn í hópi hinna slösuðu Alls slösuðust 52 þegar bíl var ekið á fólk sem tók þátt í hátíðarhöldum í tengslum við kjötkveðjuhátíð í þýska bænum Volkmarsen síðdegis í gær. 25. febrúar 2020 09:44 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Saksóknarar í Þýskalandi hafa hvatt skipuleggjendur kjötkveðjuhátíðarhalda til þess að endurskoða öryggisáætlanir sínar eftir að karlmaður ók bíl sínum inn í hóp fólks í skrúðgöngu í Volksmarsen í Hessen í gær. Rúmlega fimmtíu manns slösuðust, þar á meðal átján börn. Ökumaður bílsins, sem er sagður 29 ára gamall, er grunaður um tilraun til manndráps. Hann slasaðist sjálfur og segja saksóknarar að ekki hafi verið hægt að yfirheyra hann ennþá. Ekki liggur fyrir hvað honum gekk til en hann er ekki talinn hafa verið drukkinn. Dagblaðið Bild hefur eftir heimildum sínum að talið sé að maðurinn gæti átt við geðræn vandamál að stríða. AP-fréttastofan segir að Mercedes-skutbíll sem hann ók inn í mannfjöldann hafi verið skráður á ökumanninn. Talsmaður saksóknaranna sem rannsaka málið segja að ekkert benda til þess að málið verði sent ríkissaksóknurum. Reuters-fréttastofan segir að það bendi til þess að saksóknararnir telji að atvikið hafi ekki átt sér pólitískar rætur. Þrjátíu og fimm manns liggja enn á sjúkrahúsi, um helmingur þeirra börn, að sögn AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að saksóknararnir telji ekki sérstaka ástæðu til að óttast aukna hættu á árásum á skrúðgöngur hvetja þeir skipuleggjendur til að fara yfir öryggisáætlanir og breyta þeim ef þörf krefur, til dæmis með því að auka viðveru lögreglu. Atvikið í Volksmarsen kemur fast á hæla skotárásar vanstillts kynþáttahatara sem myrti ellefu manns á vatnspípubörum í bænum Hanau í síðustu viku. Hert öryggiseftirlit hefur verið við opinbera viðburði í Þýskalandi eftir að karlmaður frá Túnis ók trukk inn í hóp fólks á jólamarkaði í Berlín árið 2016. Tólf manns létu lífið í árásinni. Ítalskir lögreglumenn skutu manninn til bana þegar hann var á flótta.
Þýskaland Tengdar fréttir Átján börn í hópi hinna slösuðu Alls slösuðust 52 þegar bíl var ekið á fólk sem tók þátt í hátíðarhöldum í tengslum við kjötkveðjuhátíð í þýska bænum Volkmarsen síðdegis í gær. 25. febrúar 2020 09:44 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Átján börn í hópi hinna slösuðu Alls slösuðust 52 þegar bíl var ekið á fólk sem tók þátt í hátíðarhöldum í tengslum við kjötkveðjuhátíð í þýska bænum Volkmarsen síðdegis í gær. 25. febrúar 2020 09:44