Fótbolti

Hörður Ingi til reynslu í Noregi | Tilboð FH stórlega ýkt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hörður Ingi í leik með íslenska U21 landsliðinu.
Hörður Ingi í leik með íslenska U21 landsliðinu. Vísir/Vilhelm

Hörður Ingi Gunnarsson, bakvörður ÍA sem hefur verið orðaður við FH undanfarið, verður til reynslu hjá norska félaginu Start út þessa viku. Þetta kemur fram á vefsíðu ÍA í dag.

Nafn Harðar Inga hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga en á dögunum var tilkynnt að FH hefði boðið í leikmanninn. Samkvæmt umboðsmanni Harðar, Cesare Marchetti, á upphæðin að vera með þeim hærri sem sést hefur í íslenska í boltanum. Samkvæmt heimildarmanni Vísis er upphæðin þó aðeins helmingur þess sem heyrst hefur í íslenskum fjölmiðlum.

Hörður Ingi, sem er uppalinn í Hafnafirðinum hjá FH, hefur leikið með ÍA undanfarin tvö ár. Samningur hans gildi þangað til eftir tímabilið 2021. Þá hefur hann leikið 12 leiki fyrir U21 landslið Íslands. 

Start er svokallað Íslendingalið en Jóhannes Harðarson er þjálfari félagsins og þá leikur Guðmundur Andri Tryggvason með félaginu en hann var á láni hjá Víking Reykjavík síðastliðið sumar.


Tengdar fréttir

Segir ÍA hafa hafnað mettilboði í íslenskum fótbolta

FH-ingar vilja endurheimta bakvörðinn Hörð Inga Gunnarsson frá ÍA og eru tilbúnir að borga hærra verð en áður hefur verið greitt fyrir leikmann í félagaskiptum á milli tveggja íslenskra knattspyrnufélaga. Skagamenn vilja hins vegar halda leikmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×