Innlent

Kennari á Egilsstöðum í sóttkví

Samúel Karl Ólason skrifar
Heilsugæslustöðin á Egilsstöðum.
Heilsugæslustöðin á Egilsstöðum. Vísir/Vilhelm

Búið er að skipa kennara í Egilsstaðaskóla í heimasóttkví eftir að hann kom til landsins úr skíðaferð á Ítalíu. Var það gert í varúðarskyni og í takt við ráðleggingar Landlæknis sem gefnar voru út í dag vegna Covid-19 sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.

Í ráðleggingum landlæknis vegna ferðalaga til Norður-Ítalíu og Tenerife er fólki ráðlagt að halda sig heima í 14 daga þegar þau koma aftur til landsins, hafi það dvalið í Lombardíu, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte. Þá er einstaklingum sem dvalið hafa á Costa Adeje Palace hótelinu á Tenerife undanfarnar tvær vikur, þar sem kórónuveiran hefur greinst, einnig ráðlagt að vera í sóttkví í 14 daga við heimkomu.

Skólastjóri skólans sendi bréf á foreldra barna sem sækja skólann og sagði kennarann vera frískan og að Covid-19 hefði ekki greinst á skíðasvæðinu sem hann dvaldi á.

Minnst tvær fjölskyldur hafa áður verið settar í sóttkví hér á landi. Enginn hefur þó reynst smitaður af veirunni. Þá eru sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.