Lyon hélt Ronaldo í skefjum

Sindri Sverrisson skrifar
Cristiano Ronaldo vonsvikinn í leiknum gegn Lyon í kvöld.
Cristiano Ronaldo vonsvikinn í leiknum gegn Lyon í kvöld. vísir/getty

Lyon vann frábæran 1-0 sigur gegn Ítalíumeisturum Juventus í Frakklandi í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Lucas Tousart skoraði eina markið í kvöld á 31. mínútu með skoti af stuttu færi eftir undirbúning Houssem Aouar vinstra megin í teignum.

Juventus sótti meira þegar leið á leikinn en tókst ekki að sækja sér mikilvægt útivallarmark og staðan því ágæt fyrir Lyon fyrir seinni leikinn.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.