Ragnar Bjarnason látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2020 11:25 Ragnar Bjarnason skemmti mörgum Íslendingnum á löngum ferli. Íbúar á dvalarheimilinu Höfða nutu hans árið 2010 þegar þessi mynd var tekin. Höfði Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gærkvöldi. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. Ragnar fæddist í Reykjavík sonur hjónanna Bjarna Böðvarssonar og Láru Magnúsdóttur sem voru bæði mikið tónlistarfólk. Móðir hans var ein fyrsta dægurlagasöngkona landsins og söng með Dómkirkjukórnum í marga áratugi. Faðir hans var hljómsveitarstjóri og hljómsveit hans sem bar nafn hans var landsfræg á sínum tíma. Sjá einnig: Eilífðartöffari kveður sviðið Ragnar hóf ekki tónlistarferil sinn sem söngvari, heldur sem trommuleikari, en þegar hann var 16 ára söng hann ásamt Sigurði Ólafssyni inn á lakkplötu tvö lög sem komu út áratugum seinna á safndiski í tilefni 75 ára afmælis hans. Rætt var við Ragnar í Íslandi í dag í tilefni af 80 ára afmælinu á sínum tíma árið 2014. Ragnar kom víða við á löngum ferli. Hann söng með Hljómsveit Svavars Gests og varð svo söngvari hjá KK sextettinum. Síðar gekk hann til liðs við hljómsveit Björns R. Einarssonar en stoppaði þar stutt og var kominn í Hljómsveit Svavars Gests árið 1960. Ragnar starfaði erlendis í nokkur ár en gekk svo aftur til liðs við hljómsveit Svavars áður en hann stofnaði sína eigin hljómsveit. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar spilaði í 19 ár á Hótel Sögu. Árið 1972 stofnaði Ragnar ásamt fleirum Sumargleðina og fór hún um landið þvert og endilangt árum saman og naut mikilla vinsælda. Ragnar, sem alla jafna var kallaður Raggi Bjarna, hélt síðustu stórtónleika sína í Hörpu í september. Ragnar lætur eftir sig eiginkonu sína Helle Birthe Bjarnason. Börn Ragnars eru Bjarni Ómar Ragnarsson, Kristjana Ragnarsdóttir og Henry Lárus Ragnarsson. Andlát Leikhús Tónlist Tengdar fréttir Jólalag dagsins: Raggi Bjarna syngur Er líða fer að jólum með Togga Tempó á píanóinu Þrettándi desember er runninn upp og því ellefu dagar til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 13. desember 2019 07:00 Forsetinn um Ragnar Bjarnason: Þú ert snillingur Ólafur Ragnar Grímsson kom Ragnari Bjarnasyni söngvara og gestum á afmælistónleikum hans í Hörpu skemmtilega á óvart þegar hann birtist á breiðtjaldi á tónleikunum og las kveðju fyrir afmælisbarnið. Ragnar, eða Raggi Bjarna eins og hann er nú oftast kallaður, var að fagna áttræðisafmælinu sínu. 22. september 2014 10:12 Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54 Raggi Bjarna er ekki að hætta áttræður Tónlistarmaðurinn Ragnar Bjarnason fagnar áttræðisafmæli sínu í dag. Hann segist ekki tilbúinn að hætta í tónlistinni, enda líði honum best þar. 22. september 2014 10:49 Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gærkvöldi. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. Ragnar fæddist í Reykjavík sonur hjónanna Bjarna Böðvarssonar og Láru Magnúsdóttur sem voru bæði mikið tónlistarfólk. Móðir hans var ein fyrsta dægurlagasöngkona landsins og söng með Dómkirkjukórnum í marga áratugi. Faðir hans var hljómsveitarstjóri og hljómsveit hans sem bar nafn hans var landsfræg á sínum tíma. Sjá einnig: Eilífðartöffari kveður sviðið Ragnar hóf ekki tónlistarferil sinn sem söngvari, heldur sem trommuleikari, en þegar hann var 16 ára söng hann ásamt Sigurði Ólafssyni inn á lakkplötu tvö lög sem komu út áratugum seinna á safndiski í tilefni 75 ára afmælis hans. Rætt var við Ragnar í Íslandi í dag í tilefni af 80 ára afmælinu á sínum tíma árið 2014. Ragnar kom víða við á löngum ferli. Hann söng með Hljómsveit Svavars Gests og varð svo söngvari hjá KK sextettinum. Síðar gekk hann til liðs við hljómsveit Björns R. Einarssonar en stoppaði þar stutt og var kominn í Hljómsveit Svavars Gests árið 1960. Ragnar starfaði erlendis í nokkur ár en gekk svo aftur til liðs við hljómsveit Svavars áður en hann stofnaði sína eigin hljómsveit. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar spilaði í 19 ár á Hótel Sögu. Árið 1972 stofnaði Ragnar ásamt fleirum Sumargleðina og fór hún um landið þvert og endilangt árum saman og naut mikilla vinsælda. Ragnar, sem alla jafna var kallaður Raggi Bjarna, hélt síðustu stórtónleika sína í Hörpu í september. Ragnar lætur eftir sig eiginkonu sína Helle Birthe Bjarnason. Börn Ragnars eru Bjarni Ómar Ragnarsson, Kristjana Ragnarsdóttir og Henry Lárus Ragnarsson.
Andlát Leikhús Tónlist Tengdar fréttir Jólalag dagsins: Raggi Bjarna syngur Er líða fer að jólum með Togga Tempó á píanóinu Þrettándi desember er runninn upp og því ellefu dagar til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 13. desember 2019 07:00 Forsetinn um Ragnar Bjarnason: Þú ert snillingur Ólafur Ragnar Grímsson kom Ragnari Bjarnasyni söngvara og gestum á afmælistónleikum hans í Hörpu skemmtilega á óvart þegar hann birtist á breiðtjaldi á tónleikunum og las kveðju fyrir afmælisbarnið. Ragnar, eða Raggi Bjarna eins og hann er nú oftast kallaður, var að fagna áttræðisafmælinu sínu. 22. september 2014 10:12 Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54 Raggi Bjarna er ekki að hætta áttræður Tónlistarmaðurinn Ragnar Bjarnason fagnar áttræðisafmæli sínu í dag. Hann segist ekki tilbúinn að hætta í tónlistinni, enda líði honum best þar. 22. september 2014 10:49 Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Jólalag dagsins: Raggi Bjarna syngur Er líða fer að jólum með Togga Tempó á píanóinu Þrettándi desember er runninn upp og því ellefu dagar til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 13. desember 2019 07:00
Forsetinn um Ragnar Bjarnason: Þú ert snillingur Ólafur Ragnar Grímsson kom Ragnari Bjarnasyni söngvara og gestum á afmælistónleikum hans í Hörpu skemmtilega á óvart þegar hann birtist á breiðtjaldi á tónleikunum og las kveðju fyrir afmælisbarnið. Ragnar, eða Raggi Bjarna eins og hann er nú oftast kallaður, var að fagna áttræðisafmælinu sínu. 22. september 2014 10:12
Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54
Raggi Bjarna er ekki að hætta áttræður Tónlistarmaðurinn Ragnar Bjarnason fagnar áttræðisafmæli sínu í dag. Hann segist ekki tilbúinn að hætta í tónlistinni, enda líði honum best þar. 22. september 2014 10:49
Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15