Innlent

Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslendingar gætu meðal annars verið á skíðum í Courmayeur á Norður-Ítalíu.
Íslendingar gætu meðal annars verið á skíðum í Courmayeur á Norður-Ítalíu. Unsplash/Marcus Löfvenberg

Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum í fjórum héruðum Norður-Ítalíu fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag.

Sóttvarnalæknir ræður frá ónauðsynlegum ferðum til Suður-Kóreu, Írans, Kína auk fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. Umrædd héruð eru Lombardía, Venetó, Emilia Rómanja og Píemonte.

Fjölmargir Íslendingar fara á skíði á Ítalíu og ferðast þá um flugvellina í Mílanó og Veróna sem eru innan áhættusvæðanna. Fólk þarf hins vegar ekki að fara í sóttkví hafi það aðeins komið við á flugvöllunum á ferðalögum sínum eða keyrt í gegnum héruðin. Eingöngu er þörf á sóttkví ef dvalið er á áhættusvæði í að minnsta kosti eina nótt.

„Þessi tilmæli og aðgerðir byggja á því að fólk fari eftir þeim. Ef fólk gerir það ekki þá munu þær ekki bera árangur. Við höfum því miður ekki tök á að hafa gæslu með þessu fólki. Við treystum á almenning að hann fylgist vel með og fari eftir þeim,“ sagði Þórólfur á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar í dag.

Líði Íslendingum á þessum stöðum illa, finni fyrir einkennum eða annað í þá veru, þá eigi fólk að leita til heilbrigðisyfirvalda þar í landi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.