Innlent

Ríkið styður Lýðháskólann á Flateyri um 70 milljónir

Atli Ísleifsson skrifar
Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra undirrita samninginn.
Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra undirrita samninginn. Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Samningur hefur verið gerður um að íslenska ríkið styrki Lýðháskólann á Flateyri um sjötíu milljónir króna.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri undirrituðu samninginn á Flateyri í gær.

Kveður hann á um að skólinn skuli bjóða upp á nám sem uppfylli kröfur nýrra laga um lýðskóla og sækja um viðurkenningu sem slíkur skóli á samningstímanum, eða næstu þrjár annir.

Í tilkynningu á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins segir að lýðskólar leggi áherslu á að veita víðtæka almenna menntun þar sem nemandinn sé í fyrirrúmi. „Slíkt nám miðar að því að gefa nemendum tækifæri til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og styrkleika og auka sinn skilning á sögu, menningu, virðingu fyrir lífsgildum annarra og innviðum lýðræðislegs samfélags,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.