Erlent

Varð fyrir voðaskoti eftir myndatöku barnfóstrunnar

Andri Eysteinsson skrifar
Barnfóstran hleypti skotinu óviljandi af við myndatökur. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Barnfóstran hleypti skotinu óviljandi af við myndatökur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Scott Olson

10 ára gamall drengur í Houston í Texas-ríki Bandaríkjanna varð fyrir voðaskoti eftir að barnfóstra hans hafði handleikið skotvopn sem hún taldi óhlaðið.

Barnfóstran, hin 19 ára gamla Caitlyn Smith sem er frænka barnsins, er sögð hafa greint lögreglu frá atburðarásinni. Hafði hún sótt skotvopnið sem hún taldi óhlaðið og hugðist taka myndir af sér með byssu í hönd.

Ástand drengsins er sagt alvarlegt en hann mun ekki vera í lífshættu. Skotið hæfði drenginn í kviðinn en hafnaði ekki í mikilvægum líffærum hans.

Smith hefur verið ákærð fyrir voðaskotið.

Lögreglustjórinn í Harris-sýslu, Ed Gonzales sagði í samtali við staðarmiðilinn Fox26 að vopnið hafi ekki verið geymt á öruggum stað. Sagði hann atvikið sorglegt og nokkuð algengt sé að fólk verði fyrir voðaskoti sem þessu.

Samkvæmt frétt BBC hafa 6155 manns verið skotnir til bana á árinu í Bandaríkjunum í 321 tilviki var um að ræða voðaskot. Á síðasta ári urðu 3,760 ungmenna undir 18 ára aldri fyrir skoti í Bandaríkjunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.