Fótbolti

Aron skoraði í sigri Saint-Gilloise

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron fagnar marki sínu um síðustu helgi.
Aron fagnar marki sínu um síðustu helgi. Vísir/Getty

Aron Sigurðarson skoraði sitt þriðja mark í treyju Saint-Gilloise er liðið vann Westerlo 3-1 í belgísku B-deildinni í kvöld. Kolbeinn Þórðarson lék þá 75 mínútur í markalausu jafntefli Lommel gegn Roeselare.Aron skoraði annað mark Saint-Gilloise á 72. mínútu leiksins en Westerlo náði að minnka muninn í 2-1 áður en Mathias Fixelles tryggði sigur Arons og félaga með marki á 89. mínútu. Í þeim sjö leikjum sem Aron hefur leikið hefur hann skorað þrjú mörk og ljóst að þessi fyrrum leikmaður Fjölnis kann vel við sig í Belgíu.Aron kom til Saint-Gilloise frá Start í Noregi en þar áður var hann á mála hjá Tromsø.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.