Innlent

Stúlka slasaðist í gönguferð

Sylvía Hall skrifar
Björgunarsveitir eru á leiðinni að sækja stúlkuna. 
Björgunarsveitir eru á leiðinni að sækja stúlkuna.  Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir í Grímsnesi og frá Laugavatni eru nú á leið til göngufólks eftir að stúlka í hópnum slasaði sig. Hópurinn er sagður vera skammt frá Þingvallavatni en stúlkan getur ekki haldið áfram för sinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg nú á þriðja tímanum.

Áverkar stúlkunnar eru ekki taldir alvarlegir en björgunarfólk mun þurfa að bera stúlkuna allnokkra vegalengd þar sem svæðið er erfitt yfirferðar. Sjúkrabíll mun bíða eftir stúlkunni við veginn að því er fram kemur í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×